Staðfest COVID-19 smit eru orðin 330 talsins. 80 ný smit hafa greinst á síðasta sólarhring. Í gær rannsakaði Íslensk erfðagreining 903 sýni og sýkla- og veirufræðideild LSH rannsakaði 420 sýni.
Flest smitanna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu eða 287.
Alls eru 3.718 einstaklingar í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu COVID-19.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller landlæknir munu fara yfir stöðu mála. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningateymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis verður líka á staðnum.