Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Staðfesta kórónuveiru í frosnum matvælum – Júllinn mátti landa þrátt fyrir grasserandi Covid-smit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heibrigðisyfirvöld í Wuhan-héraðinu kínverska staðfestu nýverið ummerki kórónuveirunnar í frosnu nautakjöti. Kjötið var upphaflega flutt inn frá Brasilíu.

Frá þessu greinir norski fjölmiðilinn Finansavisen sem aftur vísar til kínverskra ríkisfjölmiðla. Heilbrigðisyfirvöld í Kína gáfu það út fyrr í vikunni að veiran skæða geti lifað af í miklum kulda, ólíkt bakteríum og öðrum sníkjudýrum.

Frá því í sumar hefur kórónuveiran greinst í frosnum matvælum í tíu mismunandi héruðum í Kína. Það er ekki langt síðan að Matvælastofnun úrskurðaði hér að ekki þyrfti að meðhöndla frysta matvöru með öðrum hætti en venjulega þrátt fyrir staðfest Covid-smit fjölmargra þeirra sem meðhöndluðu vöruna.

Sá úrskurður sneri að frægum Covid-túr frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar frá Ísafirði þar sem nærri allir skipverjar smituðust. Sjómennirnir voru veikir á hafi úti í næstum þrjár vikur og meðhöndluðu þar afla togarans í veikindum sínum. Eftir túrinn var bæði útgerðin og skipstjóri togarans kærð til lögreglu. Stefnt er að því að haldin verði sjópróf til að skera úr um hvað gerðist um borð en bæði framkvæmdastjóri útgerðar og skipstjórinn hafa gefið það út að þær ætla ekki að mæta.

Aflinn var frystur um borð í Júlíusi. RÚV ræddi við sérfræðing hjá Matvælastofnun þegar ljóst var orðið að útgerðin hafi viljað landa aflanum og grænt ljóst fékkst frá stofnuninni.„Það er náttúrlega ákvörðun fyrirtækisins en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum í dag er ekkert sem bendir til þess að veiran geti borist með matvælum. Það eru rannsóknir sem benda til þess að veiran geti lifað lengi í frysti, en veiran þarf hýsil til að fjölga sér, hún getur alls ekki fjölgað sér. Hún gæti hugsanlega verið til staðar en nú eru þetta matvæli sem á að hita fyrir neyslu og hitameðhöndlunin myndi þá drepa hana ef hún væri til staðar, ef svo ólíklega vill til að hún sé til staðar,“ sagði Dóra S. Gunnarsdóttir sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -