Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Staðgengill Kristjáns Þórs hættir störfum á Húsavík: „Og þau vilja bara fá mig suður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hálfgert stjórnleysi ríkir í bæjarmálum á Húsavík vegna fjarvista Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings, sem hefur verið í veikindaleyfi um langa hríð. Bæjarstjórn er að vinna að fjárhagsáætlun að sveitarstjóranum fjárverandi. Staðgengill Kristjáns Þórs, Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu og hyggst hætta störfum.

Drífa Valdimarsdóttir hefur tekið slaginn á Húsavík á meðan sveitarstjórinn er í veikindaleyfi.

Í samtali við Mannlíf segist Drífa hafa verið að horfa í kringum sig í nokkurn tíma og hafi loks fundið hentugt starf. Hún segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu úr sveitarstjórn Norðurþings vera þá að hún sé búin að starfa þar í fjögur og hálft ár, á Húsavík, en fjölskylda hennar sé í Reykjavík. „Og þau vilja bara fá mig suður.“

„Það starf sem ég hef þegið núna – ég sótti um það í ágúst og var ráðin í það núna í nóvember. Svo þetta hefur bara tekið þennan tíma.“

Drífa segist verða í sveitarstjórn Norðurþings fram í febrúar. „Það er svona viðmiðið. Ég mun að sjálfsögðu hjálpa Norðurþingi við að ráða hér nýjan fjármálastjóra og koma honum inn í störfin.“

Drífa mun svo hefja störf sem framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar í Borgarnesi. Hún stefnir því að því að vera búsett þar.

Drífa er staðgengill sveitarstjóra. Aðspurð segir Drífa að stefnt sé að því að hann komi til baka um áramót.

- Auglýsing -

„Jú, ég geri ráð fyrir því að hann stefni að því að koma um áramótin. Það er uppleggið hjá okkur.“

Hún segir engan annan vera í startholunum til að taka við starfi sveitarstjóra eða staðgengils. „Ekki sem mér er kunnugt um.“

Fjölskylda Kristjáns Þórs stefnir að flutningi til Reykjavíkur fyrir áramót.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -