Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Maria Gomez er skapstór og skíthrædd við drauga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fagurkerinn og matgæðingurinn, Maria Gomez, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Maria heldur úti einstaklega fallegum vef, Paz.is, þar sem hún deilir gómsætum uppskriftum, ásamt sniðugum hugmyndum fyrir heimilið. Einnig er hún með Instagram reikning með sama nafni, Paz.is, sem Mannlíf mælir með að fylgja, en óhætt er að segja að maður fyllist af innblæstri við að skoða fallegar myndir og hugmyndir Mariu.
Mannlíf komst að því að Maria er með stórt skap, hún er skíthrædd við drauga og hún segir fjölskylduna vera það eina sem skipti máli þegar upp er staðið og góð heilsa. 

Fjölskylduhagir? Gift Ragnar Má Reynissyni og saman eigum við fjögur börn og eitt barnabarn. Gabríelu 22 ára, Reyni Leo 8 ára, Mikael 7 ára og Ölbu 6 ára, litla nýjasta viðbótin er svo Aríana sem er 6 mánaða og augasteinn fjölskyldunnar. 

Menntun/atvinna? Ég er með BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands, en ég starfa í dag á samfélagsmiðlum og já það er alvöru starf skal ég segja ykkur. Ég er með matar- og heimilisvefinn www.paz.is þar sem ég gef einföld ráð fyrir framkvæmdir á heimilinu og einfaldar og góðar mataruppskriftir. Einnig er ég með Instagram reikninginn Paz.is þar sem er nóg að gera að sýna frá heimili og góðum mat. 

Uppáhalds sjónvarpsefni? Ég elska breska sakamálaþætti eins og The fall, en ég held samt að mitt allra uppáhaldssjónvarpsefni í gegnum tíðina sé Desperate Housewives.

Leikari? Morgan Freeman og Meryl Streep.

Rithöfundur? Liza Marklund.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bók. 

Besti matur? Maturinn hennar titu Paz eða frænku Paz.

Kók eða Pepsí? Kók. 

- Auglýsing -
Maria Gomez

Fallegasti staðurinn? Sá sem ég hef komið á er Annecy í Ölpunum í Frakklandi og allt svæðið þar um kring.

Hvað er skemmtilegt? Að breyta og flippa húsum, taka eitthvað gamalt og lúið hús og gjörbreyta því í glæsihöll. 

Hvað er leiðinlegt? Að leiðast. 

Hvaða flokkur? Æ ég veit ekki allir þessir flokkar eiga það sameiginlegt að vera með fögur loforð sem sjaldan standast.

Hvaða skemmtistaður? Hef ekki farið á skemmtistað síðan ég veit ekki hvenær, en mér finnst mjög gaman að bjóða fólki heim eða vera boðið heim til fólks í gott matarpartý. 

Kostir? Ég tel mig vera mjög vandvirka, áreiðanlega og skilningsríka

Lestir? Ég er mjög óþolinmóð og með stórt skap.

Hver er fyndinn? Mikael sonur minn og Aríana litla barnabarnið sem fær mig alltaf til að hlægja. 

Hver er leiðinlegur? Besserwisserar geta farið óstjórnlega í taugarnar á mér. 

Trúir þú á drauga? Já og ég er skíthrædd við þá, get ekki horft á hryllings- eða draugamyndir enn þann daginn í dag og verð eins og Alba, 6 ára dóttir mín, sem þarf að fylgja á salernið út af draugahræðslu eftir að hafa horft á slíkar myndir haha.

Stærsta augnablikið? Þegar börnin mín fæddust klárlega. 

Mestu vonbrigðin? Hvað er stundum leiðinlegt að vera fullorðinn, hlakkaði svo til þess þegar ég var krakki og þá sérstaklega að fá að ráða alveg yfir mér sjálf, já og svo auðvitað covid enn og aftur. 

Hver er draumurinn? Að fá að lifa sem lengst heilbrigðu og góðu og lífi og sjá börnin mín vaxa úr grasi.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að hafa loksins komist til fjölskyldunnar á Spáni á covidtíma. 

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei, svo sannarlega ekki en þessum stærstu jú. 

Manstu eftir einhverjum brandara? Já já fullt en þeir eru flestir of klúrir til að skrifa þá hér.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég heilsa fólki og er að fara mannavillt, þar sem ég er frekar nærsýn en nota gleraugun bara heima á það til að gerast aðeins of oft. 

Sorglegasta stundin? Þegar nánustu ættingjar láta lífið. 

Mesta gleðin? Börnin mín öll stór sem smá.

Mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan er það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið og góð heilsa auðvitað. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -