Hinn viðkunnanlegi og stundum of hjálpsami Gísli Sigurðsson var undir stækkunargleri Mannlífs í vikunni.
Gísli er með B.A. gráðu í íslensku og almennri bókmenntafræði, meistaragráðu í miðaldafræðum með sérstakri áherslu á íslensku og fornírsku frá University College í Dyflinni og doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, þar sem hann er nú stundakennari í þjóðfræði.
Gísli er rannsóknarprófessor við Árnastofnun, þar sem forn fræði eru hans ær og kýr. Hann hefur komið víða við á starfsferli sínum, en hann hefur meðal annars unnið við þáttagerð í útvarpi, unnið að alþýðlegum útgáfum forntexta, skrifað bækur, séð um ritstjórn og svona mætti lengi telja.
Mannlíf komst að því að Gísli er forfallinn veiðiáhugamaður og leiðist mest að lokast inni á vondum fyrirlestri.
Fjölskylduhagir? Eiginmaður, faðir og afi
Menntun/atvinna? Rannsóknarprófessor á Árnastofnun og stundakennari í þjóðfræði við HÍ
Uppáhalds Sjónvarpsefni? Landsleikir
Leikari? Jennifer Aniston
Rithöfundur? David Lodge
Bók eða bíó? Bæði
Besti matur? Piparsteik
Kók eða Pepsí? Pilsner
Fallegasti staðurinn? Laxárdalur
Hvað er skemmtilegt? Vera með góðu fólki
Hvað er leiðinlegt? Lokast inni á vondum fyrirlestri
Hvaða flokkur? Frelsis- og jafnréttisflokkurinn
Hvaða skemmtistaður? Veiðistaðir
Kostir? Hjálpsemi
Lestir? Alltof hjálpsamur
Hver er fyndinn? Ricky Gervais
Hver er leiðinlegur? Man ekki eftir neinum
Trúir þú á drauga? Trúi á draugasögur
Stærsta augnablikið? Þegar við Guðrún kona mín tókum á móti dætrum okkar í Kolgata á Indlandi, Saswati og Pratichi eins og þær hétu þá.
Mestu vonbrigðin? Að vinna aldrei í lottóinu
Hver er draumurinn? Vinna minna, þéna meira
Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Ná mynd af eldgosinu í Geldingadölum á hundagöngunni við Ægissíðu
Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei, það eru margar veiðiár sem ég á eftir að veiða í
Manstu eftir einhverjum brandara? Helst þessum, sem er orðinn óskiljanlegur á tímum farsóttarinnar, af stúdentinum sem var að skrá sig í Háskólann og var spurður hvort hann væri búinn að velja sér grein: „Hva, fæ ég ekki borð og stól eins og hin?“
Vandræðalegasta augnablikið? Verður enn vandræðalegra ef ég fer að rifja það upp
Sorglegasta stundin? Þegar maður þurfti að fara að gera eitthvað annað en leika sér með strákunum í götunni
Mesta gleðin? Samfagna hvers kyns áföngum með fjölskyldu og vinum
Mikilvægast í lífinu? Að rækta andlega og líkamlega heilsu – í góðum félagsskap