Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Stærsta fjárfesting evrópskrar viðskiptasögu: Björgólfur Thor er einn af stærri hluthöfum Telecom

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Telecom Italia, stærsta fjarskiptafélag Ítalíu hefur borist yfirtökutilboð frá alþjóðlega fjárfestingafélaginu KKR.

Verði yfirtakan samþykkt af hluthöfum Telecom og ítölskum stjórnvöldum verður hún ein af stærstu framtaksfjárfestingum evrópskrar viðskiptasögu.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, er einn af stærri hluthöfum Telecom, sem hljóðar upp á tæplega þriggja prósenta hlut.

Hlutur Björgólfs Thors er metinn á um það bil 320 milljónir evra eða 48 milljarða íslenskra króna.

Yfirtökutilboð KKR nemur 33 milljörðum evra með yfirtöku á skuldum félagsins en er það metið á 10,7 milljarða evra, 45 prósentum hærri en á föstudag.

- Auglýsing -

Novator félag Björgólfs eignaðist meirihluta í pólska fjarskiptafélaginu Play árið 2007 sem er í dag eitt af stærstu fjarskiptafélögum í Póllandi. Í fyrra seldi Novator síðasta hlut sinn í Play fyrir tugi milljarða króna.

Auk þess stofnaði Novator, Nova árið 2007 en er það nú orðið eitt af þremur stærstu fjarskiptafélaga landsins. Novator seldi eftirstandandi hlut sinn í Nova fyrr á þessu ári en hafði áður selt helming fyrir 16 milljarða króna.
Vísir fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -