Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði strætó í morgun vegna grunsemda um að bílstjórinn væri undir áhrifum áfengis. Eftir að hafa blásið í áfengismæli var bílstjóranum ekið burt í lögreglubifreið.
Frá þessu greindi RÚV. „Þetta er vítavert gáleysi og stofnar fólki og nærumhverfinu öllu í hættu. Ef að þetta er rétt þá á hann ekki afturkvæmt. Þetta er brottrekstrarsök, það er ekkert flóknara en það,” sagði Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó bs., um málið og honum augljóslega brugðið við fréttirnar. Hann sagðist ekki vita meira um málið þar sem það sé í rannsókn.
Vagninn, leið 17, var stöðvaður á Laugavegi en engir farþegar voru í honum þegar lögregla stöðvaði förin. Samkvæmt Guðmundi hafði vagnstjórinn ekið vagninum frá því klukkan 6:40 í morgun.