Búið er að opna fyrir umsóknir um stafrænt ökuskírteini í snjallsíma á Island.is. Stafrænu ökuskírteini eru gefin út til einstaklinga samkvæmt reglugerð um ökuskírteini til þess að sýna og staðfesta ökuréttindi viðkomandi.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynntu stafrænu ökuskírteinin rétt í þessu.
Hægt er að sækja um stafrænt ökuskírteini á island.is en þegar nýjungin var kynnt áðan var mikið álag á vefnum.
Sigurður Ingi sagði á kynningunni að það væri skemmtilegt að vera kominn á þennan stað. Hann minnti að stafrænu skírteinin gilda aðeins innanlands.
Áslaug Arna sagði þessa nýju lausn vera þægilega og einfalda og hvatti alla til að sækja um stafrænt ökuskírteini í símann sinn.