Lögreglunni barst tilkynning um eignaspjöll í Hlíðum klukkan sex í gærkvöld. Þar hafði verið stungið gat á hjólbarða bifreiðar en ekki er vitað hvort skemmdarvargurinn fannst.
Þá var lögregla kölluð út í tvígang vegna innbrota sem áttu sér stað í Breiðholti. Hafði rúða verið brotin á báðum stöðum en ekki er vitað hvort þjófi tókst að hafa einhvað á brott með sér. Þá liggur ekki fyrir hvort sami aðili hafi staðið að báðum innbrotum.
Ökumaður var stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi í nótt. Maðurinn var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess að hafa ekið ítrekað án ökuréttinda.
Tveir aðrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.