Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Stanley Tucci elskar íslenska kjötsúpu: „Besti matur sem ég hef fengið við tökur á kvikmynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stanley Tucci er afar hrifinn af matnum sem hann fékk á Íslandi og stendur þar kjötsúpan fremst meðal jafningja.

Hinn bráðskemmtilegi og farsæli kvikmyndaleikari, Stanley Tucci gaf út bókina Taste: My Life Through Food í nóvember síðastliðnum en þar fer hann yfir minningar úr lífinu er tengjast mat. Tucci lék í spennuþáttunum Fortitude sem teknir voru upp á Reyðarfirði á árunum 2015-2018. Tucci minnist matarins sem hann fékk á meðan á Íslandsdvölinni stóð, með miklum hlýhug. Stundin fjallar um málið í dag.

Segist Tucci ekki hafa búist við miklu þegar hann kom til Íslands, taldi sig þurfa að borða Skyr og kæstan hákarl og í hvert mál en raunin hafi verið allt önnur. Skammaðist hann sín fyrir fordómana. Var hann sérstaklega hrifinn af lambakjöti sem hann fékk á Hótel Héraði á Egilsstöðum, hrefnukjöti sem hann fékk á Grillmarkaðnum og kjötsúpunni sem hann fékk á setti Fortitute á Reyðarfirði. Sagði hann kjötsúpuna vera besta mat sem hann hafi fengið á setti á sínum langa ferli sem leikari.

„Þessi kjötsúpa var svo frábær að ég varð sjálfum mér til skammar þegar ég fékk mér þriðja skammtinn af henni. Enn þann dag í dag er þetta besti matur sem ég hef fengið við tökur á kvikmynd, allt frá Suðurpólnum að Norðurheimskautinu og á öllum stöðum þar á milli.“

Svo hrifinn var Tucci af kjötsúpunni að hann skrifar rúmar tvær blaðsíður um þjóðarrétt Íslendinga. Lýsir Tucci af mikilli innlifun hvernig var að borða þessa frábæru súpu.

Stóra málið í umfjöllun Stanley Tucci um veruna á Íslandi snýst  um kjötsúpuna sem hann fékk á ótilgreindum stað á Austurlandi einn daginn við tökur á þáttunum. Tucci ræðir um íslensku kjötsúpuna og töfra hennar á rúmum tveimur blaðsíðum bókinni og lýsir því svo af mikilli innlifun hvernig það var að borða hana:

- Auglýsing -

„Einn fallegan, sólríkan morgun keyrðum við í um 45 mínútur á stað þar sem var fjalllendara til að taka upp þann daginn. […] Við gripum plastskálarnar okkar og stóðum í röð til að bíða eftir því að fá það sem ég fékk að vita að væri þjóðleg íslensk kássa sem heitir kjötsúpa. Eftir að skálin mín hafði verið fyllt náði ég mér í brauðbita, gekk aftur út í sterkt sólarljósið sem blindaði mig, tyllti mér í snjóinn með félögum mínum og borðaði. Það eina sem ég gat sagt er að ég veit ekki hvort það var vegna umhverfisins, nándarinnar sem getur orðið til í öfgafullum aðstæðum í óbyggðum, eða vegna þess að matreiðslumennirnir báru þessa sögulegu kássu fram með svo miklu þjóðarstolti, en þetta var einfaldlega frábær máltíð.“

Lostæti-Austurlyst heitir fyrirtækið sem sá um að elda ofan í leikara og aðstandendur þáttarins en það hefur meðal annars séð um mötuneyti Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði frá upphafi. Í bókinni talar Stanley Tucci einstaklega vel um matinn sem hann fékk frá Lostæti-Austurlyst sem var reiddur fram í mötuneyti sem hafði verið sett upp í gömlu frystihúsi á Reyðarfirði.

Valmundur Árnason, eigandi Lostætis og sonur hans og starfsmaður fyrirtækisins, Árni Már eru mjög ánægðir með viðurkenninguna frá Tucci. „Mér finnst þetta bara vera alveg æði. Þetta þýðir að við erum að gera eitthvað rétt. Mér finnst æðislegt að fá svona komment,“ sagði Valmundur við Stundina.

- Auglýsing -

Einnig heyrði Stundin í Árna Má sem man ekki nákvæmlega hvenær kjötsúpan var borin fram á settinu en er mjög stoltur af matnum. „Því miður man ég ekki eftir þessu nákvæmlega því við gáfum þeim svo mikinn og fjölbreyttan mat. Við erum með nokkra matreiðslumenn í vinnu sem hafa bara töfrað fram þessa kjötsúpu fyrir þennan góða hóp,“ segir Árni. „Mér heyrist þetta almennt hafa heppnast mjög vel hjá okkur fyrst hann talar svona um þetta. Mér finnst bara æðislegt að heyra þetta og ég er mjög stoltur af þessu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -