Lögreglu barst ábending í gærkvöldi um þrjá menn sem neyttu fíkniefna í bílakjallara í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn voru mennirnir á bak og burt. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Um var að ræða krakka undir lögaldri sem höfðu stolið þar munum og var haft samband við barnavernd og foreldra.
Starfsfólk á bar gafst upp á manni í gær sem hafði hagað sér illa. Fólki hafði samband við lögreglu sem fjarlægði manninn og var hann beðinn um að koma ekki þangað aftur. Þá handtók lögregla annan karlmann og vistaði í fangageymslu vegna rannsóknar á heimilisofbeldi. Auk þess sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og handtók einn mann sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.