Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Starfsfólk vetrarþjónustu lýsir framkomu í sinn garð. „Virðingar­leysi við öryggi starfs­manna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk í vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur fengið nóg af skilningsleysi í sinn garð. Sendi starfsfólkið frá sér bréf í lok janúarmánaðar til yfirmanna þar sem þau segja mörgu ábótavant.
Eftirlitsbílum hafi bannað að vera á nagladekkjum þrátt fyrir að keyra um í hálku og ófærð með mörg hundruð kíló á pallinum en Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun.
„Þetta er ó­skiljan­leg ráð­stöfun og virðingar­leysi við öryggi starfs­manna og þeirra sem verið er að þjónusta. Í vetur hefur ekki verið hægt að nota salt­kassana sem skyldi vegna þessa. Þetta er ekki á­sættan­legt,“ segir meðal annars í bréfinu.

Þá lýsa þeir rótgróinni eineltishegðun innan Reykjavíkurborgar í garð þeirra en segja þeir starfsmenn reglulega minnta á hversu háum launum þeir séu á miðað við menntun.
„Þetta er einn anginn af mis­munun og ein­elti því sem er rót­gróin hegðun innan Reykja­víkur­borgar. Hroki, og þar með talinn mennta­hroki, er ein birtingar­mynd for­dóma og mis­mununar, ekki síður en vegna litar­háttar, kyns eða fötlunar. Á­stæður þess að sumir fara í há­skóla­nám en aðrir ekki, getur verið af ýmsum toga. T.d. fjár­hagur, fjöl­skyldu­að­stæður, veikindi af ein­hverju tagi, at­hyglis­brestur, les­blinda, eða þá bara ein­fald­lega það að menn hafa kosið að fara aðra leið í lífinu. Það er al­gjör­lega ó­við­unandi að gert sé lítið úr fólki, því sé mis­munað og lagt í ein­elti vegna ein­hverra þessara þátta. Það er þvert á stefnu Reykja­víkur­borgar,“ segir í lok bréfsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -