Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Starfsmaður ÍR látinn fara vegna fjárdráttar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalstjórn ÍR hefur á síðustu vikum rannsakað fjárdrátt starfsmanns sem kom upp í lok síðasta árs. Formaðurinn segir málið „algjöran harmleik“. Fjármunirnir hafa verið endurgreiddir en málið hefur ekki verið tilkynnt til lögreglu.

Starfsmaður Íþróttafélags Reykjavíkur lét af störfum hjá íþróttafélaginu um áramótin, eftir að upp komst að hann hefði dregið sér fé. Þetta staðfestir Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar ÍR, í samtali við Mannlíf. Blaðið hefur heimildir fyrir því að fjárdrátturinn hafi komist upp í nóvember og starfsmaðurinn verið látinn fara í desember.

Síðan þá hefur málið verið í skoðun hjá íþróttafélaginu, sem hefur haft lögmann sér til ráðgjafar. Samkvæmt heimildum Mannlífs hlaupa upphæðir á tugum milljóna en Ingigerður segir þetta ekki rétt. Hún nefnir þó engar tölur í þessu samhengi. Hún segir málið „algjöran harmleik“ en vill lítið tjá sig um það að öðru leyti.

„Við erum enn þá að rannsaka málið,“ segir hún. „Við viljum bara ná utan um þetta áður en við segjum meira.“

Ingigerður segir starfsmanninn hafa greitt til baka allt það fé sem vitað er að hann dró sér. Hún segir málið verða tilkynnt til lögreglu þegar rannsókn félagsins sé lokið.

Félagsmerki ÍR

„… höfum hagsmuni ÍR að leiðarljósi í orðum og athöfnum …“

Samkvæmt ársskýrslu ÍR 2017-2018 voru skráðir iðkendur, í tíu íþróttagreinum, 2.159. Innheimt æfingagjöld fyrir árið 2017 voru um 90 milljónir en velta aðalstjórnar og deilda árið 2016 um 380 milljónir króna, samkvæmt frétt á vef íþróttafélagsins. ÍR er elsta íþróttafélag landsins en það var stofnað árið 1907. Ingigerður, sem hefur verið formaður í um fjögur ár, er fyrsta konan í sögu félagsins til að sinna embættinu.

- Auglýsing -

Í siðareglum ÍR, sem tóku gildi 21. október 2019, segir m.a.:

„Við höfum hagsmuni ÍR að leiðarljósi í orðum og athöfnum og erum félaginu til sóma í öllu starfi á vegum þess.“

„Sem ÍR-ingar misnotum við ekki aðstöðu okkar í þágu einkahagsmuna. Einnig veitum við engum sérstaka fyrirgreiðslu á grundvelli persónulegra tengsla.“

- Auglýsing -

„Við gerum okkur grein fyrir því að ef við brjótum þessar reglur er heimilt að vísa okkur úr starfi ÍR, tímabundið eða að fullu.“

Á sér fordæmi hjá öðrum íþróttafélögum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem starfsmaður íþróttafélags dregur sér fé. Árið 2009 var starfsmaður Íþróttabandalags Suðurnesja dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 3 milljónir króna úr sjóðum félagsins á sex mánaða tímabili. Starfsmaðurinn játaði sök og var dæmdur til að endurgreiða fjármunina og greiða málskostnað.

Þá var stjórnarmaður Ungmennafélags Grundarfjarðar dæmdur í 12 mánaða fangelsi í september 2019 fyrir að hafa dregið sér um 12 milljónir króna. Dæmdi játaði brot sín og endurgreiddi peningana til ungmennafélagsins.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -