Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Starfsmaður líkamsræktarstöðvar gerði grín að viðskiptavini með þroskahömlun – verður tekið föstum tökum segja eigendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Starfsmaður líkamsræktarstöðvarinnar Sporthússins í Reykjanesbæ er sakaður um að gera grín að viðskiptavini með þroskahömlun. Slíkt átti sér stað nýlega þegar þroskaheftur viðskiptavinur leitaði sér upplýsinga í afgreiðslunni og fékk þar lítið annað en háðsglósur frá starfsfólki. Eigendur stöðvarinnar segja að málið verði tekið föstum tökum innanhúss. 
Hávær umræða skapaðist um málið innan Facebook-samfélagsins Góða systir sem skipað er í kringum 50 þúsund konum. Þar var birtur nafnlaus póstur með lýsingu á hegðun starfsmanna Sporthússins. „Leggur starfsfólkið mikið uppúr því að gera grín af fólki? Hvað þá einhverfu fólki með þroskaskerðingu. Stelpa sem ég þekki var að mæta þarna í fyrsta sinn. Um leið og hún labbaði inn í sal fóru þær að gera grín að henni og hlægja að henni. Voru að herma eftir henni og endurtaka það sem hún var spyrja og gretta sig í leiðinni. Já, bara gera lítið út henni. Ég er bara svo reið,“ segir viðkomandi sem ekki vill láta nafn síns getið. 
Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir, eigendur Sporthússins í Reykjanesbæ, svöruðu síðan færslunni og eftir að svarið kom fram var henni síðar eytt út. Mál sem slík og það háttarlag sem haft var í málinu er með öllu ólíðandi og verða viðkomandi aðilar, þar sem annar þeirra er starfsmaður stöðvarinnar, kallaðir fyrir og látnir svara fyrir hegðun sína. Sporthúsið hefur ávallt metið alla sína viðskiptavini jafna, hvort sem um ræðið alheilbrigður einstaklingur eða einstaklingur með þroskaskerðingu, hér eru allir jafnir og leggjum við eigendur gríðarlega mikið upp úr því, segja Ari og Eva Lind.
Eigendur stöðvarinnar leggja mikið uppúr því að allir viðskiptavinir stöðvarinnar séu jafnir. Þau eiga sjálf barn með þroskaskerðingu. Við sem hér stýrum þessari stöð teljum einmitt það vera upplifun fólks almennt sem hjá okkur stunda líkamsrækt. Undirritaðir eiga barn með þroskaskerðingu og þekkja því mjög vel til hvernig er að eiga einstakling með þroskaskerðingu. Dóttir okkar æfir einmitt fótbolta hér í Sporthúsinu með Nes, íþróttafélagi fatlaðara á Suðurnesjum, ásamt fjölda annara einstaklinga með þroskaskerðingu og gengur það starf frábærlega. Við vonum svo sannarlega þetta muni ekki hafa áhrif á þig og þína líkamsræktariðkun hjá Sporthúsinu, málið verður tekið föstum tökum líkt og fyrr er talað um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -