Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Starfsmaður Sælukots rekinn eftir undirskriftasöfnun: „Treysti mér ekki til að bera ábyrgð á þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég sagði upp vegna þess fyrst og fremst ég treysti mér ekki til þess að bera ábyrgð á þessu,“ segir fyrrum starfsmaður leikskólans Sælukots í samtali við Mannlíf.

Mannlíf fjallaði um leikskólann Sælukot á dögunum og hafa borist fjöldi ábendinga í kjölfar umfjölluninnar. Móðir barns sem var við leikskólann sagði frá reynslu sinni eftir að grunur kom upp að barn hennar hefði lent í kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns við leikskólann.

Þá greindi annar, tveggja leikskólastjóra við Sælukot frá því að skýrsla frá barnavernd hefði verið sýnd óviðkomandi aðilum, eða foreldrum í foreldraráði. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru skýrslur barnaverndar um einstök mál barna ávallt trúnaðargögn.
Leikskólastjórinn sagðist „nokkuð viss“ um að slík gögn væru ekki trúnaðarmál.

Eftir umfjöllunina hafði fyrrum starfsmaður leikskólans samband við Mannlíf. Sá starfsmaður hefur óskað eftir nafnleynd í tengslum við málið. Í samtali við Mannlíf greinir starfsmaðurinn frá reynslu sinni.

Starfmaðurinn segir að leikskólanum hafi verið stjórnað á vafasaman hátt og sagði því starfi sínu lausu. „Ég sagði upp vegna þess fyrst og fremst ég treysti mér ekki til þess að bera ábyrgð á þessu, sem að hún og fólk sem hún hafði raðað í kringum sig, þar á meðal þessi maður voru að gera,“ segir starfsmaðurinn sem ætlaði að vinna uppsagnafrestinn.

„Ég mætti til vinnu og þar beið mín bréf, það var búið að loka á netpóstinn og allt, ég gat ekki sagt foreldrum að ég væri hætt,“

- Auglýsing -

Starfsmaðurinn segir að hann hafi þannig verið rekinn vegna þess að hann hafi krafist endurbóta við leikskólann og mörgu ábótavant.

„Ástæðan fyrir þessu er að starfsfólkið, og ég var náttúrulega með í því, skrifuðum bréf og söfnuðum undirskriftum starfsfólksins þar sem við vorum að mótmæla aðstöðu, og allt of mörgum börnum á hvern starfsmann og svo framvegis.“

Þá segir starfsmaðurinn að hann hafi herjað á borgina í kjölfarið en gekk þar á algjöran vegg.

- Auglýsing -

„Ég leit svo á að þau bæru ábyrgð á öllum starfandi leikskólum í Reykjavík og ég mætti mjög litlum skilningi, ég bara var að skylmast við einhverja unga lögfræðinga þarna í bréfaskriftum og fleira.“

„Ég veit ekki til þess að borgin hafi brugðist við þessu,“ segir starfsmaðurinn en gríðarlega erfitt hefur reynst að fá svör frá Reykjavíkurborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -