Laugardagur 8. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Starfsmaður skemmtistaðar í miðborginni handtekinn og grunaður um líkamsárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á lögreglustöð 1 – sem er Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Seljarnarnes, voru höfð afskipti af ökumanni sem sviptur leyfi; seinna um daginn var ökumaður bifreiðarinnar tekinn aftur undir stýri. Á ökumaður bifreiðarinnar yfir höfði sér sekt vegna málsins.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma undir stýri; á ökumaður yfir höfði sér sekt.

Einnig var tilkynnt um ofurölvi einstakling á veitingastað; var aðilanum ekið heim sökum ástands.

Kemur það fram að höfð voru afskipti af starfsmanni skemmtistaðar í miðborg Reykjarvíkur, sem er grunaður um líkamsárás og er málið í rannsókn.

Aðili var handtekinn við að fara inn á byggingarsvæði og stela þaðan verkfærum – málið er í rannsókn.

Á lögreglustöð 2 – sem er Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes, voru fjórir ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.

- Auglýsing -

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma við akstur; ökumaður þessi á yfir höfði sér sekt.

Á lögreglustöð 3, sem er Kópavogur og Breiðholt, var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis; látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um innbrot og líka tilkynnt um öldauðan aðila á stigagangi í fjölbýlishúsi; þegar lögregla ætlaði að aðstoða aðilann að komast til síns heima gat hann ekki sagt til nafns sökum ástands og var hann vistaður í fangaklefa sökum ástandsins.

- Auglýsing -

Á lögreglustöð 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær, var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 110.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -