Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Stebbi Jak byrjaði sem trommari: „Hvatti mig til að tromma minna en syngja meira“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er Mývetningurinn Stefán Jakobsson tónlistarmaður en hann gengur oft undir nafninu Stebbi Jak. Þessi magnaði söngvari rokkhljómsveitarinnar Dimmu er 42 í dag.

Stebbi Jak hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en hægt er að nefna bönd á borð við Thingtak, Glyz, Douglas Wilson og Alþingi.

Í viðtali í DV fyrir tveimur árum segir hann frá tveimur atvikum sem urðu til þess að hann fór að trúa því að hann gæti orðið tónlistarmaður.

„Það voru í raun tvö atvik sem fengu mig til að trúa því að ég gæti orðið tónlistarmaður. Ég hafði spilað aðeins í gítarpartíum og var trommuleikari í hljómsveitinni Vírus í innra eyra, en einhverju sinni veiktist söngvari sveitarinnar og ég leysti hann af. Eftir tónleikana kom til mín maður sem hvatti mig til að tromma minna en syngja meira. Hann átti engra hagsmuna að gæta og ég tók þess vegna mark á honum. Hitt atvikið var þegar ég söng Karma Police fyrir framan vinkonur mínar og ég þorði í fyrsta sinn að nota röddina almennilega. Ég gleymi aldrei svipnum á annarri þeirra, þetta var ekki svona aðdáunarsvipur heldur eitthvað miklu meira. Eftir það fór ég markvisst í það verkefni að færa kjarkinn úr herberginu mínu yfir til fleira fólks.“

Mannlíf óskar Stebba Jak innilega til lukku með afmælisdaginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -