Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Stebbi Jak hefur fyrirgefið árásarmönnum sínum: Ást, friður og fyrirgefning allt sem þarf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Jakobsson söngvari rokksveitarinnar DIMMU fór í aðgerð í dag vegna afleiðinga áverka sem hann hlaut eftir líkamsárás árið 2000, þegar Stefán var tvítugur. Tólf manns réðust á Stefán og veittu honum töluverða áverka, og samkvæmt lýsingum Stefáns er í raun mildi að hann hafi lifað árásina af.

Stefán sagði frá atvikinu í færslu á Facebook í gærkvöldi og hefur hún vakið mikla athygli og fjölda vina hans skrifað undir, og nokkrir þeirra sagt frá eigin reynslu sem er sambærileg reynslu Stefáns.

„Fyrir „misskilning“ réðust á mig að ég best veit 12 manns með spörkum þar sem ég kraup á kné með einn árásarmanna sem skjöld á vinstri hlið líkamans. Það bjargaði mér sennilega frá frekara tjóni,“ segir Stefán, sem segist hafa getað komið sér í skjól eftir að vinir hans og dyraverðir höfðu náð árásarmönnunum af Stefáni. Árásin átti sér stað við Dátann fyrir ofan Sjallann á Akureyri.

Stefán segir að hann hafi verið sannfærður um að hafa sloppið nokkuð vel þar sem hann fann hvergi til, það hafi hins vegar breyst. „Nefið lág flatt út á kinn, annað augað var alveg lokað, hælfar eftir gönguskó á enninu og skóför frá höfði, niður hægri hlið, allt bakið, fætur og niður á ökkla,“ segir Stefán og bætir við. „Sárin á líkamanum greru á nokkrum vikum en sárin á sálinni tóku töluvert lengri tíma að gróa og munu kanski aldrei gróa að fullu.“

Árásin var kærð en málið var fellt niður, og segir Stefán það meðal annars hafa verið vegna þess að hann gat ekki sagt með vissu hver olli hvaða áverka og mögulega hafi hann sagt eitthvað sem kom atburðarásinni af stað.

Eftir árásina tók við tímabil þar sem Stefán forðaðist að vera einn á ferli, forðaðist að sækja ákveðan staði og var var um sig á öðrum. Ein vinkona hans á Facebook bendir á að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun, og svarar Stefán að svo gæti vel verið, hann hafi bara ekki vitað hvað það var á sínum tíma.

- Auglýsing -

„Í tvö og hálft ár forðaðist ég að vera einn á ferli, gekk um í hettupeysu ef ég var einn og gekk hratt með höfuðið niður. Ég fór ekki í hraðbanka og aðra staði sem hægt var að króa mig af. Á vetingastöðum og börum valdi ég mér sæti þar sem ég hafði góða yfirsýn og örugga flóttaleið ef ske kynni að einhver hluteigandi skyldi birtast,“ segir Stefán og segir þennan tíma hafa einkennst af hótunum um frekari líkamsmeiðingar, jafnvel líflátshótanir.

Búin að fyrirgefa árásarmönnunum

Stefán segist hafa fyrirgefið árásarmönnunum í eigin huga á þeim árum sem liðin eru frá árásinni, nokkur þeirra hafi verið á slæmum stað þegar hún átti sér stað, sumir séu enn á slæmum stað og aðrir látnir. Ekki kemur fram í færslu Stefáns að árásarmennirnir hafi sjálfir haft samband og beðið hann afsökunar.

- Auglýsing -

Sjö árum eftir árásina var gerð tilraun til að rétta nef Stefáns og opna fyrir vinstri nösina, sú aðgerð skilaði ekki árangri og því var önnur fyrirhuguð í morgun sem Stefán segist hafa frestað um ansi mörg ár. Segist hann vonast til að hún beri árangur.

„Árið 2007 fór ég í aðgerð á nefi þar sem gerð var tilaun til að rétta það af og opna fyrir Vinstri nösina sem var nánast alveg lokuð. Sú aðgerð skilaði ekki tilskyldum árangri og er nösin 80% lokuð enn þann dag í dag. Þetta hefur haft þær afleiðingar að ég stíflast auðveldlega og losna illa við kvef. Ég fæ hausverk útfrá þessu fyrir utan það þá háir þetta mér við söng. Silli Geirdal og fleiri sem hafa tekið mig upp í gegnum tíðina hafa þurft að eyða miklum tíma í að klippa burt blísturhljóð sem heyrast í studioupptökum.“

Stefán segir að lokum að honum finnist erfitt að rifja þetta tímabil upp, hins vegar sé ást, friður og fyrirgefning allt sem þarf.

„[Ég] ber samt engan sérstakan kala til þessa fólks sem olli þessum skaða. Þetta var og er reynsla sem hefur gert mig sterkari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -