Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls sótti 41 um starf útvarpsstjóra sem var auglýst laust til umsóknar 15. nóvember, en umsóknarfrestur rann út 10. desember.

Stefán Eiríksson verður nýr útvarpsstjóri. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram á vef RÚV. Ákvörðun um að ráða Stefán var tekin samhljóða á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi er fram kemur í frétt RÚV.

Stefán Eiríksson hefur verið borgarritari síðan í desember 2016. Áður var hann lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán er menntaður lögfræðingur með próf frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningu frá stjórn útvarpsins segir að Stefán hafi umfangsmikla reynslu af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, sem stjórnarmaður og stjórnarformaður í opinberu hlutafélagi, sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra.

Starf útvarpstjóra var auglýst eftir að Magnús Geir Þórðar­son sagði starfinu lausu, en hann var skipaður þjóð­leik­hús­stjóri frá og með 1. janúar. Magnús Geir hafði gegnt stöðu út­varps­stjóra frá árinu 2014.

RÚV gaf út að nöfn umsækjenda um stöðuna yrðu ekki gerð opinber og var það afar umdeilt.

- Auglýsing -

Útvarpsstjóri er ráðinn af stjórn til fimm ára í senn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -