Stefán Edelstein, skólastjóri, tónlistarkennari og píanóleikari, er látinn . Hann varð 92 ára.
Morgunblaðið segir frá andláti hans. Stefán fæddist í Þýskalandi 28. desember 1931.
Stefán fluttist til Íslands ásamt foreldrum sínum, sem flúðu nasismann. Hann nam rafeindaverkfræði við Háskólann í Southampton á Englandi. Lauk tónmenntakennaraprófi 1957 og einnig prófi í tónlistarkennslu og burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarháskólanum í Freiburg árið 1962.
Að námi loknu kenndi Stefán tónlist, meðal annars í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur, sem faðir hans stofnaði hér 1952. Síðan tók hann við af föður sínum árið 1962 sem skólastjóri Barnamúsíkskólans. Síðar var nafni skólans breytt í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og var Stefán þar skólastjóri allt þar til hann lét af störfum, 86 ára að aldri.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Jóhanna Lövdahl tónlistarkennari, f. 1947.