Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, sem sinnt hefur trúnaðarstörfum lengi fyrir VG, segir að það sé alger forsenda stjórnarþátttöku flokks hans, að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra.
Stefán er einnig á því að það þurfi ekki að breyta neinu í sjálfu sér með væntanlega eða mögulega ríkisstjórn; en einnig að það sé ekkert að því að hrófla við ráðuneytum, flytja verkefni á milli eða stofna ný ráðuneyti um stjórnarstefnuna.
Stefán var þó alveg klár á því að áframhald ríkisstjórnarinnar væri bundið algeru skilyrði hjá VG:
„Við förum ekkert inn í einhverja ríkisstjórn með annan forsætisráðherra.“
Heimild: Dagmál