Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Stefán tuðar yfir sorphirðumálum: „Fyllast alltaf á svipstundu og hafa alltaf gert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sorphirðan í Reykjavíkurborg hefur valdið töluverðum usla og margir undra sig á fyrirkomulaginu. Þeirra á meðal er Stefán Pálsson, sagnfræðingur, sem birti færslu undir yfirskriftinni Stefán tuðar yfir sorphirðumálum.

„Síðdegis á föstudag átti ég leið framhjá grenndarstöðinni í hverfinu. Þá var verið að tæma pappírsgáminn. Nú í hádeginu labbaði ég aftur framhjá og þá var hann orðinn hálffullur. Það var þrátt fyrir að í gærmorgun hafi sorphirðan mætt í götuna og tæmt pappírs- og plasttunnurnar. Þessir gámar fyllast alltaf á svipstundu og hafa alltaf gert,“ skrifar Stefán en tafir á tæmingu tunna hafa verið tíðar í vetur.

Stefán telur að vandamálið muni leysast síðar í vikunni þar sem fyrirhugað er að fjarlægja plast- og pappírsgáma í Hlíðunum, og koma fyrir gámum undir málma og textíl. Hann gagnrýnir þó ákvörðunina:

„Hvernig getur þá verið skynsamlegt að byggja upp kerfi sem miðar við að úrgangnum sem maður þarf sjaldnast að losna við sé í safnað saman í stuttu göngufæri en algengustu sorpflokkana þurfi að fara með að Kjarvalsstöðum þar sem tveir djúpgámar fyrir pappír eiga að leysa af hólmi þá tvo gáma sem þar eru núna (og alltaf troðfullir) og svo líka koma í staðinn fyrir Eskihlíðar-, Hamrahlíðar- og Bólstaðarhlíðargáminn? Þetta gengur ekki upp.“

Hann telur sig vita að svar Borgarinnar yrði á þá leið að plats- og pappírsgámar í grenndarstöðum séu óþarfir þar sem íbúar séu nú með tilheyrandi tunnur við heimili sín.

„En þótt útreikningarnir sýni það kannski, þá er það bara augljóslega ekki veruleikinn. Eigum við í alvörunni að trúa því að fólk í öllu hverfinu sé almennt að arka með fangið fullt af pappír og plasti í næsta grenndargám þrátt fyrir að þeirra eigin tunnur standi tómar? Er hugsunin sú að með því að fjarlægja grenndargámakostinn muni fólk fyrst fást til að troða oní tunnuna sína? Það hljómar langsótt,“ bætir Stefán við í lokin.

- Auglýsing -

Sparnaður í plast- og pappírsgámum

Umræður hafa skapast í athugasemdakerfi við færslu Stefáns. Þar bendir Stefán á að:

„Markmið þess sem stjórnar tæknikerfinu hlýtur því að vera að láta sem lengst líða á milli almennra ferða eftir sorpinu til heimila, þannig að allar tunnur verði sem næst því að vera fullar – en þó ekki svo langt að það sé farið að valda einstaklingum vandræðum …
Og í því skyni myndi ég einmitt halda að grenndargámar fyrir plast og pappír ættu að spara stórfé í rekstrinum, því ef þeir eru á svæðinu og tæmdir reglulega er hægt að vísa þeim sem mestu henda þangað – taka af kúfinn. Án grenndargámana myndast þrýstingur á að auka tíðni tæminga við heimilin með miklu meiri kostnaði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -