Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Stefán útvarpsstjóri skiptir um skoðun – Sækir um endurráðningu í skugga símamáls Páls skipstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er hættur við að hætta og hefur óskað eftir því við stjórn RÚV að vera ráðinn áfram. Hann lýsti yfir því á Bylgjunni fyrir tæpu ári, 1. nóvember 2023, að hann myndi hætta sem útvarpsstjóri þegar fimm ára ráðningartíma hans lýkur. Hann sagðist þá hafa hugsað sér starf útvarpsstjóra sem fimm ára
verkefni.

„Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ var haft eftir Stefáni í kjölfar samtalsins í Bítinu á Bylgjunni.
Morgunblaðið átti í samskiptum við Stefán vegna málsins. Í smáskilaboðum til blaðsins kemur fram að Stefán vill halda áfram sem útvarpsstjóri.

„Málið er á borði stjórn­ar sam­kvæmt lög­um. Ég hef gert stjórn­inni grein fyr­ir því að ég sé reiðubú­inn að gegna starf­inu áfram þegar nú­ver­andi ráðning­ar­tíma­bili lýk­ur á næsta ári,“ segir í skilaboðum Stefáns.

Stefán hefur staðið í kröppum dansi vegna Símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra. Ríkisútvarpið er talið hafa gegnt lykilhlutverki við að brjóta upp síma Páls og framvísa gögnum úr símanum á aðra fjölmiðla.

Páll Steingrímsson og Þóra Arnórsdóttir. Myndin er samsett

Starfsmenn RÚV með Þóru Arnórsdóttur, þáverandi ritstjóra Kveiks, í broddi fylkingar hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri vegna þess máls. Þeir hafa neitað að gefa upp nafn tæknimannsins sem tók við símanum.

Lögreglan er hætt rannsókn en búist er við að þeirri ákvörðun verði vísað til ríkissaksóknara. Þá er til skoðunar að stefna starfsmönnum RÚV og jafnvel stofnuninni sjálfri í einkamáli. Skuggi símamálsins hefur verið yfir stofnunni og þá ekki síst Stefáni Eiríkssyni undanfarin ár. Þá hefur rekstur RÚV verið erfiður og stofnunin lifað að nokkru leyti af eignasölu.

- Auglýsing -

Morgunblaðið segir að bú­ist sé við að gengið verði frá end­ur­ráðningu Stefáns á stjórn­ar­fundi síðar í þess­um mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -