Landlæknisembættinu hefur verið stefnt vegna riftunar á leigusamningi. Stendur eigandi Heilsugæslustöðvarinnar við Barónsstíg á bakvið málið og grunar að riftun leigusamningsins hafi verið ólögleg.
Deilt hefur verið um hvar ábyrgð liggi vegna myglu sem fannst í húsinu. Þá flutti Landlæknisembættið úr húsinu snemma árs 2019 eftir að veikindi starfmanna voru rakin til myglu.
Staðfesti Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis í samtali við Fréttablaðið að embættinu hefði verið stefnt.
Kjartan vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.