Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Stefnulaus stækkun Keflavíkurflugvallar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipulagstjóri segir stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 90 milljarða á forsendum flugfélaga en ekki íslensks samfélags og að greiningarvinnuna vanti alveg. Stækkunin sé á „sjálfsstýringu“.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir stækkunina á Keflavíkurflugvelli þurfa vera á hendi stjórnvalda þar sem hún varði landið allt. Hins vegar eru ákvarðanir teknar að mestu hjá skipulagsyfirvöldum á Keflavíkurflugvelli sem gangi ekki þótt ekki megi skella skuldinni á þá aðila sem fara með þetta gríðarstóra verkefni. Samfélagsleg áhrif stækkunarinnar séu ekki skoðuð og setja þurfi hana inn í samgönguáætlun.

Fram undan er um 90 milljarða uppbygging Keflavíkurflugvallar til ársins 2020. Uppbyggingin hefur verið mikil og hröð og sú þróun heldur áfram að óbreyttu.

Stækkun á sjálfstýringu

„Það hafa bara verið staðbundin stjórnvöld skipulagsmála á Keflavíkurflugvelli sem hafa metið það á hverjum tíma hvernig bregðast eigi við þeirri eftirspurn sem er á hverjum tíma frá flugfélögunum og öðrum, stækkunaráformin og framtíðarsýnin er er út frá því og flugvellinum sjálfum,“ segir Ásdís Hlökk. Íslensk stjórnvöld hafi ekki mótað stefnuna. „Hvað viljum við að þetta vaxi mikið,“ spyr Ásdís Hlökk og segir að stjórnvöld hafi ekki lagt það niður fyrir sér enn þá, stækkunin sé á sjálfstýringu.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

24 milljónir gesta árið 2040

Síðast þegar mótuð var samgönguáætlun komu tvær og hálf milljón ferðamanna til landsins á ári, það stefni í tíu milljónir í ár og í spám fyrir Keflavíkurflugvöll er gert ráð fyrir 24 milljónum ferðamanna árið 2040. Þetta kemur fram í máli Ásdísar. Þannig ræður stöðugt vaxandi straumur til landsins stækkun vallarins en ekki sjálf stjórn landsins.

- Auglýsing -

Mikil áhrif á alla innviði

„Mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið er ekki sinnt,“ segir Ásdís Hlökk enn fremur og stækkunin hafi margvísleg áhrif á alla þjónustu um landið allt, ekki bara á flugvöllinn. Hugsunin um stækkunina sé of staðbundin, þar sé bara hugsað um einn punkt sem er svæði flugvallarins sjálfs, þegar stækkunin hefur aftur á móti áhrif á ferðaþjónustuna, stærstu atvinnugreinina um allt land og alla aðra innviði, s.s. löggæslu, heilbrigðisþjónustu, samgöngur og margt fleira.

„Mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið er ekki sinnt.“

„Við höfum verið að benda á það að samgönguáætlun sem núna er til umfjöllunar í þinginu sé eðlilegur og sjálfsagður vettvangur til að taka þessa strategísku stóru umræðu, til að velta upp þessum sviðsmyndum, skoða áhrifin og móta sýn sem er þá til grundvallar því þegar yfirvöld á Keflavíkurflugvelli vinna svo áfram með þróun flugvallarins.“

- Auglýsing -

Í dag sé í samgönguáætlun „hógvær og lítil umfjöllun um Keflavíkurflugvöll,“ segir Ásdís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -