Steinbergur Finnbogason lögmaður segir gögn Vítalíumálsins, um tilraun til fjárkúgunar, vera eitt það stærsta í Íslandssögunni ef marka má umfjöllun fjölmiðla. Í grein Steinbergs, sem Fréttablaðið birti, segir hann freistnivanda hafa skapast við það sönnunarbyrði réttarríkis hafi verið aftengd.
Þá segir hann andrúmsloft rétttrúnaðarins ekki taka það til greina að hugsanlega geti þrír þjóðþekktir miðaldra karlmenn verið þolendur í málinu og það sem þeir hafi verið sakaðir um sé upplogið. Dómstóll götunnar sjái bæði um úrskurð á sekt og refsinguna að hans sögn og ekki þurfi meira en póst á Facebook-síðu til þess. Furðar hann sig á að á upplýstum tímum sem þessum, hafi dómstóll götunnar ákveðið að trúa alltaf þolendum og aldrei meintum gerendum. Grein Steinbergs má lesa í heild í Fréttablaðinu.