Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Steiney Skúla var rekin eftir fjóra daga í vinnu: „Ég var bara miður mín í fimm daga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er hin fjölhæfa og bráðfyndna Steiney Skúladóttir, rappari og leikkona. Fæddist hún á þessum drottins dýrðardegi árið 1990.

Steiney, sem vakið hefur verðskuldaða athygli sem meðlimur í rappsveitinni Reykjavíkurdætur og sem leikkona, bæði í sjónvarpi og á sviði, hefur ekki langt að sækja hæfileikana. Foreldrar hennar eru leikararnir Halldóra Geirharðsdóttir og Skúli Gautason. Í viðtali við Felix Bergsson í útvarpsþættinum Fram og til baka á Rás 2, fyrir tveimur árum sagði Steiney frá því þegar hún gafst upp á leiðindum á Íslandi og flutti til Parísar.

Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir skemmtilega og nokkuð ögrandi sviðsframkomu

Fram kemur í viðtalinu að Steiney hefði fengið vinnu í lundabúð eftir að hafa útskrifast úr MR en var það að hennar sögn leiðinlegasta vinna sem hún hefur unnið. Ákvað hún því að hanga ekki í leiðindunum á Íslandi heldur flytja til Parísar þar sem föðursystir hennar, Nína Gautadóttir myndlistarkona, býr. Þar vann hún sem Au-pair til að byrja með en fékk svo vinnu á bar. Steiney staldraði ekki lengi við þar því eftir fjögurra daga vinnu á barnum var henni sagt upp. „Ég lenti í því í fyrsta skipti að vera sagt upp í vinnu,“ en viðurkenndi að hún hafi ekki verið góður starfskraftur, svona þegar hún liti til baka. „Þetta hefði ekki átt að koma mér á óvart en mér var allt í einu sagt bara: Þú átt ekki að mæta á morgun. Ég var bara miður mín í fimm daga og fór ekki úr rúminu því ég var rekin af bar.“

Mannlíf óskar Steineyju innilega til lukku með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -