Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Steingrímur á geðsviði þreyttur að hjálpa stelpum: „Þetta fyllir mig svo miklum viðbjóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nauðgunarteymi að rúnta um miðbæinn í einhverja mánuði og það er fyrst núna verið að vara við þessu! Helvítis andskotans viðbjóður. Helvítis nauðgarar. Þetta fyllir mig svo miklum viðbjóði, þetta er svo útpælt og skipulagt. Ekki það að óskipulagðar nauðganir séu eitthvað betri. Jesús minn, fyrsti kallinn sem kemur með „konur beita líka ofbeldi“ og „not all men“ í tengslum við þetta fá hnefahögg í andlitið frá mér,“ segir Steingrímur Arason, starfsmaður á geðsviði Landspítala í Twitter færslum í dag.

Hópnauðgun á Gróttu

Vísar Steingrímur þar til hljóðskilaboða sem ganga manna á milli í samfélagsmiðlum þar sem fullyrt er að stúlka á menntaskólaaldri hafi orðið viðskila við vini sína síðastliðið laugardagskvöld og tekin upp í bíl sex manna hóps í miðbænum. Segir sagan að mennirnir hafi verið á  tveimur bílum og keyrt út á Gróttu þar sem þeir nauðguðu henni.

Steingrímur skrifar ennfremur: „Ég er svo þreyttur á að þurfa að hjálpa stelpum og konum sem þurfa að leita aðstoðar hjá okkur á geðsviði út af kynferðisofbeldi, svo flottir einstaklingar sem þurfa að díla við svo hræðilega hluti út af því að einhverjir andskotans kallar þurfa að fá það.“

Konur hvattar til að vera ekki einar á ferli

Í sögunni sem gengur er fullyrt að mennirnir séu frá Austur-Evrópu og hafi konan komið sér undan með því að stökkva út úr bíl þeirra eftir nauðgunina. Mun þar hópur fólks hafa komið henni til hjálpar og er tekið fram að stúlkan hafi aldrei drukkið áfengi. Fullyrt er á samfélagsmiðlum að lögregla hafi ekki haft uppi á mönnunum og ekki sé um að ræða þeirra fyrstu árás. Konur eru ennfremur hvattar til að vera ekki einar á ferli.

- Auglýsing -

„Afar, frændur, vinir, bræður, feður, kunningjar, skólafélagar. Þetta er svona oftast þeir sem hafa nauðgað þeim sem ég þarf að hjálpa. Í flestum tilvikum nátengdir þolendunum. Ef þið sjáið ekki að við karlmenn erum vandamálið þá legg ég til að þið fockið ykkur. Helvítis lög­reglan kannast ekki við meinta árás gegn ungri konu sem á sam­fé­lags­miðlum er sögð hafa verið nauðgað af hópi er­lendra manna úti í Gróttu á Sel­tjarnar­nesi. Lýsingar á á­rásinni ganga manna á milli á sam­fé­lags­miðlum,“ segir í færslu Steingríms.

Flökkusaga?

Hvort um staðreynd eða flökkusögu er að ræða er erfitt að meta enn sem komið er en Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður kyn­ferðis­brota­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hann hafi fengið um­ræddar upp­tökur á sam­fé­lags­miðlum í hendurnar. Hann hyggist ræða við upp­lýsinga­full­trúa lög­reglunnar um það hvernig eða hvort hægt sé að bregðast við um­ræddri flökku­sögu. „Það er ekkert rétt í þessu sam­hengi,“ segir Ævar og bætir við að lög­reglan hafi ekkert mál til rann­sóknar þar sem ein­hverjum hafi verið nauðgað út í Gróttu, né kastað sér út úr bíl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -