- Auglýsing -
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi forseti Alþingis, er alsæll með að vera hættur þingmennsku og þar með laus við argaþrasið. Hann nýtur þess að klífa fjöll og stunda útivist þegar amstrið er að baki. Streingrímur er frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði þangað sem hann hefur gjarnan leitað í frið og ró. Á næstunni liggur leið hans einmitt þangað um hríð. Hann hefur tekið að sér að leysa af sem sauðfjárbóndi og verður á Gunnarsstöðum fram í nóvember að gæta sauðfjár á meðan bóndinn er til lækninga …