Miðvikudagur 18. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Steinn Steinarr og nasistarnir: „Kröfðust sýknu því ekki var um þjóðfána að ræða heldur hakakross“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 6. ágúst, 1933, fór Steinn Steinarr í samfylgd tveggja manna, að heimili útgerðarmanns og vararæðismanns þýskalands og tóku niður hakakrossfánann sem blakti í garði hans, skáru í sundur og tröðkuðu svo á honum. Fyrir það voru þeir ákærðir.

Árið 1933 fór Steinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson) til Siglufjarðar til að vinna í síld. Var Steinn þá hálfþrítugur og ekki enn orðið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar þó hann hefði fengið birt eftir sig nokkur ljóð undir skáldanafninu Steinn Steinarr.

 

Dagblaðið sáluga, 24 stundir, fjallaði um þetta gamla dómsmál árið 2008. Þar kemur fram að Steinn hafi ásamt þeim Þóroddi Guðmundssyni og Eyjólfi Árnasyni, farið í heimsókn til Sophusar Blöndal, útgerðamanns og vararæðismanns þýskalands, á heimili hans á Siglufirði. Úti í garði blakti þýski fáninn ásamt hakakrossfána Adolfs Hitlers sem þá var nýtekinn við kanslarastöðunni í Þýskalandi en Hitler hafði fyrirskipað að alltaf skyldi hakakrossfáni blakta með þýska þjóðfánanum. Ekki leyst þeim á sjónina þeim félögum en Þóroddur hafði sagt að hann teldi sig vera í fullum rétti til þess að taka niður fána  „blóðhundsins Hitlers.“

Þremenningarnir gengu svo út í garð og að fánastöngunum og Þóroddur skar hakakrossinn niður og rifu síðan fánann í sundur og hentu í jörðina. Þá tröðkuðu þríeykið á fánaleifunum, svona til að sýna hakakrossinum fullkomna vanvirðingu.
Tveir menn, þeir Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pétursson, sem voru með í för, horfðu á en aðhöfðust ekkert en annað er hægt að segja um önnur vitni sem atvikið sáu. Þeir fimm voru nefnilega kærðir fyrir að sýna erlendum fána lítilsvirðingu sem og fyrir að móðga og ráðast á Þýska ríkið með þessu athæfi.

Eins og kemur fram í 24 stundum, kröfðust fimmmeningarnir sýknu í málinu á þeim forsendum að ekki hafi verið um þjóðfána að ræða, heldur hafi hakakrossfáninn verið fáni stjórnmálaflokks Nasista og að fyrirskipun Hitlers um að hakakrossfáninn væri jafnhár þýska fánanum, hefði ekki verið sett fyrr en í september 1933. Þá héldu þeir því fram að stjórn Hitlers væri ekki lögleg stjórn Þýskalands. Héraðsdómur féllst ekki á þessi rök og dæmdi þá seka um „refsiverða móðgun.“

- Auglýsing -

Eyjólfur, Steinn og Þóroddur fengu hver um sig þriggja mánaða fangelsisdóm en þeir Gunnar og Aðalbjörn tveggja mánaða fangelsisdóm. Málið var tekið fyrir í Hæstarétti þar sem Þóroddur játaði að hafa látið hafa það eftir sig að hann teldi sig í fullum rétti til að taka niður hakakross blóðhundsins Hitlers. Dómurinn yfir þeim var mildaður niður í tvo mánuði. Steinn Steinarr þurfti þó ekki að sitja inni þar sem félagarnir fengu sakaruppgjöf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -