Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Stelpurnar í landsliðinu þurfa að borga ferðakostnað og uppihald: Emilía – „Þigg flöskupoka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evrópumót undir 19 ára landsliða kvenna fer fram í Makedóníu dagana 10. til 18. júlí næstkomandi.

Ísland tekur þátt í mótinu en stelpurnar í landsliðinu þurfa hins vegar sjálfar að standa straum af öllum ferðakostnaði og uppihaldi og HSÍ virðist ekki koma þar við sögu.

Einn leikmaður landsliðsins, skyttan góða Emilía Ósk Steinarsdóttir sem leikur með meistaraflokki FH í handbolta, og þykir ein sú efnilegasta á landinu, setti inn færslu í Facebook-hópinn Norðurbærinn minn – íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði, og skrifaði þetta:

„Hæ, hæ. Ég heiti Emilía Ósk og er leikmaður meistaraflokks FH og hef verið valin til að spila fyrir hönd Íslands á EM í Makedóníu – með U-19 landsliðinu, 10 – 18 júlí næstkomandi“.

Hún bætir við „að við leikmenn liðsins þurfum sjálfar að standa straum af ferða- og uppihaldskostnaði fyrir þessar ferðir“.

Til að reyna að safna fyrir kostnaði er Emilía Ósk „með eftirfarandi vörur til sölu sem eru hér fyrir neðan (sjá mynd) sem ég keyri upp að dyrum fyrstu vikuna í júlí; seinasti dagur til að panta væri laugardagurinn næsti.“ Hún endar færsluna á þessum orðum:

- Auglýsing -

„Ef þið viljið losa ykkur við flöskupoka þá myndi ég glöð vilja losa ykkur við þá.“

Þekkt er að í íþróttaheiminum hér á landi í yngri flokkum safni leikmenn og foreldrar þeirra fyrir kostnaði og uppihaldi, og þykir slíkt sjálfsagt mál enda fjárhagur margra íslenskra félaga ekki burðugur.

- Auglýsing -

En að landslið í handbolta þar sem leikmenn eru allt að nítján ára gamlir þurfi að gera slíkt upp á sitt einsdæmi er ansi sérstakt og spurning hvort landslið karla í sama aldursflokki þurfi að gera slíkt. Þá virðist greinilegt að fjárhagur HSÍ sé ekki upp á marga fiska sé miðað við færslu Emilíu.

Í einni af fjölmörgum athugasemdum við færsluna spyr maður að nafni Arnar Þór Þórðarson:

„Hvers vegna borgar HSÍ ekki fyrir landslið?“

Emilía svarar að bragði: „Arnar Þór Þórðarson – góð spurning.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -