Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Stelur senunni á rauða dreglinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er tiltölulega stutt síðan bandaríski skemmtikrafturinn Billy Porter fór að vekja athygli á rauða dreglinum fyrir klæðaburð.

 

Ekki er nema rúmt ár síðan Porter mætti í einstökum jakkafötum með útsaumi og herðaslá með bleiku fóðri á Golden Globe-hátíðina og síðan þá hefur hann sífellt komið á óvart á hinum ýmsu hátíðum í einstökum og íburðarmiklum fatnaði.

Porter stal senunni á Grammy-hátíðinni núna í janúar þegar hann klæddist bláum samfestingi og bar þennan sérstaka hatt. Hatturinn var skreyttur með perlukögri sem var hægt að draga fyrir andlitið og frá.
Billy Porter klæddist þessum eftirtektarverða síðkjól úr flaueli á Óskarnum í fyrra. Hönnuðurinn, Christian Siriano, á heiðurinn af hönnuninni.
Billy Porter á Met Gala í maí í fyrra. Hönnunartvíeykið The Blonds hannaði dressið sem Porter klæddist.
Þetta hvíta dress úr smiðju Alex Vinash varð fyrir valinu hjá Porter á Golden Globe-hátíðinni þetta árið. Hvíti slóðinn var skreyttur fjörðum og honum var hægt að renna af jakkanum. Skórnir eru frá Jimmy Choo.
Billy Porter mætti í þessum einstöku fötum á Golden Globe-hátíðina í fyrra. Fötin eru úr smiðju Randi Rahm.
Porter klæddist samfestingi, sem leit raunar út fyrir að vera kjóll, frá hönnuðinum Hogan McLaughlin á Critics’ Choice Awards í janúar. Fiðrildamyndirnar á húð hans vöktu athygli en Porter sagði þær vera tileinkaðar trans-samfélaginu og baráttu transfólks til jafnréttis.
Porter er hér í jakkafötum frá bandaríska hönnuðinum Michael Kors og með merkilegan hatt frá breska hönnuðinum Stephen Jones á Emmy-hátíðinni í september í fyrra.

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -