Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Stíg fram til að benda á hvernig menn nýta sér brotalöm í réttarkerfinu til að sænga hjá börnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta meiðyrðamál tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, átti að vera tekið fyrir í héraðsdómi á morgun, en fyrirtökunni var frestað vegna sóttkvíar lögfræðings í málinu.

Það er Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson sem verður fyrst tekin fyrir af þeim einstaklingum sem Ingó hefur kært fyrir meiðyrði.

Hann sendi frá sér opinbera tilkynningu um málið:

„Það sem þarf að vera alveg á hreinu í þessu máli er að ég er ekki að stíga fram og tjá mig gagngert til að sverta æru Ingólfs Þórarinssonar. Ég stíg fram til að benda á hvernig fullorðnir menn, líkt og Ingólfur, nýta sér brotalöm í okkar réttarkerfi til að sænga hjá börnum, án afleiðinga fyrir þá en oft með skelfilegum afleiðingum fyrir börnin.“

Hann færir í tal að „allt sem ég hef sagt um Ingólf og hans mál kemur í kjölfar holskeflu ummæla á samfélagsmiðlum, hvar fólk lýsir reynslu sinni af manninum. Mestmegnis opinber ummæli, skrifuð undir nafni.

Frá því málið komst í hámæli og Ingólfur tekur þá ákvörðun að reyna með kröfubréfum og stefnum að þagga niður í þeim sem hafa hátt hefur fjöldi kvenna leitað til lögmanns míns með sínar sögur af Ingólfi; allt frá þolendum yfir í starfsfólk félagsmiðstöðva.“

- Auglýsing -

Bætir við:

„Flestar vilja eingöngu styrkja mál okkar og koma í veg fyrir að Ingólfi takist að þagga þetta niður. Einhverjar vilja einnig láta skoða sín mál og athuga hvort grundvöllur sé fyrir að taka þau lengra innan réttarkerfisins. Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku og sýna fram á að ég hafi hvergi sakað manninn um refsiverðan verknað o.þ.a.l. hvergi gengið fram með ærumeiðandi ummælum.“

Sindri Þór stendur við stóru orðin og er hvergi banginn:

- Auglýsing -

„Allt sem ég sagði byggði á ummælum þolenda og vitna og svo hitt, sem er það fáránlegasta, á Íslandi er nefnilega fullkomlega löglegt fyrir rígfullorðna menn að sænga hjá barnungum stúlkum svo lengi sem þær hafa náð 15 ára aldri.

Það þrátt fyrir algjöran valdamun einstaklinganna og rannsóknir sem sýna fram á verulega skaðsemi fyrir börnin. Lögin og réttarkerfið eru mannanna verk sem þróast og taka breytingum eftir því sem við lærum og vitum meira. Það er einlæg von mín að þetta mál verði skref í átt að réttarumbótum fyrir þau börn sem finna sig í sigti fullorðinna manna með kynferðislegar ætlanir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -