Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Stjarnan yfirgefur Rey Cup vegna Covid-smits: „Þetta er bara ótrúlega leiðinlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvennalið Stjörnunnar hefur þurft að hætta við keppni á Rey Cup vegna Covid-19 smits sem kom upp í kringum lið þeirra. Atvikið svipar til þess sem kom upp á Símamótinu á dögunum. Liðið mætti til leiks á mótið í gær en stúlkurnar yfirgáfu svæðið í gærkvöldi án þess að ná að leika leik á mótinu.

Covid-smitaður einstaklingur sem umgengst stúlknalið Stjörnunnar síðustu daga fékk jákvæða greiningu úr skimun í gær, sama dag og liðið var mætt til leiks á Rey Cup. Viðkomandi var kominn í sóttkví og hafði síðast umgengist liðið tveimur dögum fyrir mótið.

Stjörnustúlkur mættu á Rey Cup í gær og samkvæmt upplýsingum frá Gunnhildi Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóri mótsins, voru þær allan tímann í sinni skólastofu og kepptu því hvorki á mótinu né gistu þar.

„Við höfum farið eftir nákvæmlega sömu reglum almannavarna og á Símamótinu. Þetta er alveg eins dæmi. Stjörnustelpur náðu ekki að taka neinn þátt í mótinu og þurftu að draga sig úr keppni vegna Covid. Þær fóru því bara rakleiðis heim þegar þetta kom í ljós. Það er að sjálfsögðu ótrúlega leiðinlegt,“ segir Gunnhildur.

Reycup sem haldið hefur verið frá árinu 2002 er langstærsta knattspyrnumót sem haldið er hér á landi. Þar koma saman krakkar sem spila knattspyrnu með þriðja og fjórða flokk á aldrinum 13 til 16 ára og spila knattspyrnu við erlend lið. Tæplega 1900 ungmenni í 150 keppnisliðum eru saman komin á mótinu sem hefur staðið frá því í gær, miðvikudaginn 21. júlí og á því að ljúka sunnudaginn 25. júlí.

Kvennalið Stjörnunnar verður því ekki með á mótinu og því haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, bara án Stjörnunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -