Nú liggur það ljóst fyrir að þing verður ekki kallað saman eins og Inga Sæland, formaður Flokk fólksins fór fram á og naut stuðnings Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Inga hafði sent þingflokksformönnum erindi um málið og þetta var útkoman, þing verður ekki kallað saman vegna hræðilegrar stöðu í þjóðfélaginu sökum Covid-19 veirunnar. Mbl.is greindi fyrst frá.
Yfirlýsing Flokk fólksins var svo hljóðandi: „Inga Sæland, formaður Flokk fólksins vill að þing verði kallað saman til fundar eigi síðar en strax eftir verslunarmannahelgi til þess að ræða viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum“
Engin vilji meiri hluta þingmanna
Það sem þarf til, til þess að þing sé kallað saman er vilji meirihluta þingmanna. Því blasir við Íslendingum að ekki er vilji meirihlutans til þess að gera nokkuð til þess að létta undir hrikalegu ástandinu.
Lítisvirðing gagnvart þjóðinni
„Þetta lýsir bara alveg ótrúlegri lítilsvirðingu gagnvart þjóðinni miðað við þá erfiðu stöðu sem við erum í í dag. Við erum komin hér með á annað þúsund Covid-sýkta einstaklinga, við erum komin með pakkfull farsóttahús og Rauði krossinn kallar eftir viðbrögðum. Þetta er bara alvarlegt og við eigum bara betra skilið en stjórnvöld sem sýna okkur enga virðingu,“ sagði Inga Sæland í samtali við Mbl.is.
Ljóst er að stjórnarmeirihlutinnn stóð saman gegn tillögu Ingu Sæland, ekki virðist áhugi hjá þeim þingmönnum að aðhafast nokkuð í málunum þrátt fyrir það að mjög svart ástand sé í þjóðfélaginu.