Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Meirihlutinn vill ekkert aðhafast: „Þetta er bara al­var­legt og við eig­um bara betra skilið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú liggur það ljóst fyrir að þing verður ekki kallað saman eins og Inga Sæland, formaður Flokk fólksins fór fram á og naut stuðnings Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Inga hafði sent þingflokksformönnum erindi um málið og þetta var útkoman, þing verður ekki kallað saman vegna hræðilegrar stöðu í þjóðfélaginu sökum Covid-19 veirunnar. Mbl.is greindi fyrst frá.

 

Inga Sæland er ekki sátt með meirihluta þingmanna.

 

Yfirlýsing Flokk fólksins var svo hljóðandi: „Inga Sæland, formaður Flokk fólksins vill að þing verði kallað saman til fundar eigi síðar en strax eftir verslunarmannahelgi til þess að ræða viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum“

 

Engin vilji meiri hluta þingmanna

- Auglýsing -

Það sem þarf til, til þess að þing sé kallað saman er vilji meirihluta þingmanna. Því blasir við Íslendingum að ekki er vilji meirihlutans til þess að gera nokkuð til þess að létta undir hrikalegu ástandinu.

 

Lítisvirðing gagnvart þjóðinni

- Auglýsing -

„Þetta lýs­ir bara al­veg ótrú­legri lít­ilsvirðingu gagn­vart þjóðinni miðað við þá erfiðu stöðu sem við erum í í dag. Við erum kom­in hér með á annað þúsund Covid-sýkta ein­stak­linga, við erum kom­in með pakk­full farsóttahús og Rauði kross­inn kall­ar eft­ir viðbrögðum. Þetta er bara al­var­legt og við eig­um bara betra skilið en stjórn­völd sem sýna okk­ur enga virðingu,“ sagði Inga Sæland í samtali við Mbl.is.

 

Ljóst er að stjórnarmeirihlutinnn stóð saman gegn tillögu Ingu Sæland, ekki virðist áhugi hjá þeim þingmönnum að aðhafast nokkuð í málunum þrátt fyrir það að mjög svart ástand sé í þjóðfélaginu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -