Undanfarið hefur stjórnarandstaðan á Alþingi barist fyrir því að öryrkjar fái greidda eingreiðslu líkt og þeir fengu fyrir síðustu jól. Í síðustu viku lögðu fulltrúar stjórnarandstæðinga í fjárlaganefnd fram breytingatillögu við fjáraukalög er snéru að eingreiðslunni. Í kvöld náðist svo samstaða um málið í fjárlaganefnd og munu því öryrkjar fá 53.000 kr. eingreiðslu, skattfrjálsa og skerðingalaus með öllu.
Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, skrifaði um málið á Facebook í kvöld.
„Það er því gleðitíðindi að stjórnarmeirihlutinn hafi loks fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar og að fjárlaganefnd standi að baki slíkri tillögu!“