Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Stjórnarformaður Íslandsbanka segir mikla vinnu framundan: „Traustið kemur ekki af sjálfu sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er mikil vinna framundan hjá öllum deildum bankans. Traustið kemur ekki af sjálfu sér,“ segir Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, í samtali við Mannlíf um tíðindi undanfarinna daga og brotthvarf Birnu Einarsdóttur bankastjóra sem kvaddi starfsfólk sitt í morgun eftir 30 ára starf í bankanum. Hluthafafundur verður haldinn í Íslandsbanka þann 28. júlí næstkomandi. Þar kemur í ljós hvort breytingar verða á stjórn bankans. Sjálfur kom Finnur inn í stjórnina nokkrum dögum áður en hið umdeilda útboð fór fram. Gengi á bréfum í Íslandsbanka hækkaði í morgun eftir tíðindin um brotthvarf Birnu af bankastjórastóli.

Viðræður eru um sameiningu Íslandsbanka og Kviku banka. Finnur segist aðspurður ekki óttast að viðræður séu í uppnámi.

„Nei, þarna er ákveðinni óvissu aflétt,“ segir Finnur.

Hann segir að það sé ekki á valdsviði stjórnarinnar að ákveða hvort fleiri starfsmenn en bankastjórinn hætti störfum í framhaldi af skýrslu Fjármálaeftirlitsins. Nýr bankastjóri taki slíkar ákvarðanir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -