Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Stjórnarmaður RÚV harðorður: „Fokkið ykkur“ Samherji – Siðareglurnar endurskoðaðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mín túlkun á bréfinu til Samherja er sú að við séum að segja, fokkið ykkur,“ segir Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá Ríkisútvarpinu.

Stjórnin hélt fund í gær þar sem meðal annars var tekin fyrir krafa Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, um að einn fréttamanna RÚV, Helgi Seljan, fjalli ekki um málefni fyrirtækisins á vettvangi RÚV og að hann verði áminntur fyrir brot í starfi.

„Við fengum bréf frá Samherja og við svörum bréfum. Það er bara almenn kursteisi og það sem fólk gerir þegar það fær bréf,” segir Mörður. „Persónulegt álit mitt og nokkurra annarra stjórnarmanna er að Helgi sé að bregðast við árás stórfyrirtækis á sig og ellefu aðra starfsmenn RÚV. En þetta er ekki á okkar verksviði og við komum því á framfæri við Samherja með formlegu og þurru bréfi. Við munum ekki aðhafast neitt frekar í málinu.“

Mörður segir enga dramatík hafa verið í spilinu. „Þetta var bara venjulegur stjórnarfundur og þetta bréf fór undir liðinn önnur mál. Við fylgjumst með rekstri og störfum RÚV en það er af og frá að við förum að skipta okkur að verkaskiptingu einstakra einstaklinga sem þar starfa. Það er á hendi útvarpsstjóra og ef stjórnin væri óánægð með störf hans myndi hún reka hann. En hann, ásamt fréttastjóra og varafréttastjóra, eru að standa sig. Sumir telja að Helgi hafi ef til vill farið fram úr sér en hann fellur á þessu ákvæði í siðareglunum, þar er fundinn höggstaður á honum. En það er verið að endurskoða þær.”

Að mati Marðar eru siðareglurnar nokkuð sérkennilegar. „Okkur er sagt að starfsmenn hafi samið þær en enginn starfsmaður vill kannast við að hafa komið nálægt því. Þetta er allt saman hæfileikaríkt fólk sem situr í siðanefnd en vegna þessa ákvæðis gátu þau lítið annað. En þær komust einhvern veginn í gegn og nú bítur þetta ákvæði í rassinn á RÚV,“segir Mörður.

Formlegt svar stjórnar má sjá hér

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -