Stjórnendur Íslandsbanka þurftu að sæta skerðingum í útboði bankans; fengu að kaupa bréf í bankanum fyrir milljón krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallar.
Mannlíf greindi frá í dag var níföld umframeftirspurn í nýafstöðnu útboði bankans; stærri fjárfestar þurftu því að sæta frekar miklum skerðingum.
Stjórnarmenn í Íslandsbanka fóru ekki varhluta af þessum skerðingum; tilboð þeirra í frumútboðinu voru takmörkuð við um 12659 hluti á genginu 79 krónur og gátu þeir því keypt hlutabréf fyrir að hámarki 1.000.061 krónu.
Eins og Mannlíf greindi frá í morgun, sem sjá má hér,
var Íslandsbanki hf. skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir í kauphöllina og geta þar með gengið kaupum og sölum.
Ríkir mikil ánægja með skráninguna bæði hjá bankastýrunni Birnu Einarsdóttur og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem ritaði þetta: „Það vill oft gleymast að það þurfti hamfarir á fjármálamörkuðum heimsins til að valda því að ríkið endaði sem helsti eigandi íslenska fjármálakerfisins að nýju. Það stóð aldrei til að það yrði raunin til lengdar.“