Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Stjórnendur Íslandsbanka takmarkaðir við milljón krónur – Níföld umframeftirspurn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnendur Íslandsbanka þurftu að sæta skerðingum í útboði bankans; fengu að kaupa bréf í bankanum fyrir milljón krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallar.

Mannlíf greindi frá í dag var níföld umframeftirspurn í nýafstöðnu útboði bankans; stærri fjárfestar þurftu því að sæta frekar miklum skerðingum.

Stjórnarmenn í Íslandsbanka fóru ekki varhluta af þessum skerðingum; tilboð þeirra í frumútboðinu voru takmörkuð við um 12659 hluti á genginu 79 krónur og gátu þeir því keypt hlutabréf fyrir að hámarki 1.000.061 krónu.

Eins og Mannlíf greindi frá í morgun, sem sjá má hér,

https://www.mannlif.is/frettir/islandsbanki-skradur-a-markad-birna-brytur-blad-bjarni-ben-rikid-ekki-upphaf-og-endir-alls/

var Íslandsbanki hf. skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir í kauphöllina og geta þar með gengið kaupum og sölum.

- Auglýsing -

Ríkir mikil ánægja með skráninguna bæði hjá bankastýrunni Birnu Einarsdóttur og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem ritaði þetta: „Það vill oft gleymast að það þurfti hamfarir á fjármálamörkuðum heimsins til að valda því að ríkið endaði sem helsti eigandi íslenska fjármálakerfisins að nýju. Það stóð aldrei til að það yrði raunin til lengdar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -