Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Stjórnmálaflokkarnir á þingi hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig um 2.848 milljónir úr ríkissjóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er algjörlega sjálfsögð og eðlileg krafa því lýðræðisskekkjan er gífurleg þegar flokkar á Alþingi úthluta sjálfum sér nærri þremur milljörðum á kjörtímabilinu sem þeir geta notað að vild. Ný framboð sem að öllu jöfnu eru blönk njóta alls ekki sannmælis í slíku fyrirkomulagi. Vitaskuld ættu allir fjölmiðlar, ekki bara RÚV, að bjóða öllum nýjum framboðum ókeypis auglýsingar,“ segir Þór Saari og vísar í grein Kjarnans sem fjallar um beiðni formanns Sósíalistaflokksins um ókeypis auglýsingar, og sjá má hér.

Þór bætir við að „í þessu erindi Sósíalistaflokksins, sem einnig var sent til útvarpsstjóra og auglýsingastjóra RÚV auk fjölmiðla, segir að stjórnmálaflokkarnir sem eru núna á þingi hafi ákveðið að „styrkja sjálfa sig fjárhagslega með því að færa á kjörtímabilinu 2.848 milljónir króna úr ríkissjóði í eigin sjóði; þar með talda kosningasjóði sína.“

Þór segir að sú ákvörðun að flokkarnir á þingi nú geti styrkt sjálfa sig fjárhagslega skaði lýðræðið:

Útskýrir mál sitt:

„Þarna, með þessu, er hætta er á að erindi nýrra grasrótarframboða almennings muni drukkna í auglýsingum þeirra flokka sem hafa skammtað sér þessa styrki.“

Þór telur einsýnt að þessir fjárhagslegu yfirburðir sem flokkarnir á þingi hafa örva „í raun ekki lýðræðið heldur eru þessir yfirburðir til þess eins að verja völd og stöðu þeirra flokka sem fyrir eru.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -