Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Stjörnuleikarinn Gísli Örn Garðarsson: „Leiklist er engin baktería heldur endalaus vinna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn vinsæli Gísli Örn Garðarsson er afmælisbarn dagsins. Hann er 48 ára gamall í dag.

Afrekaskrá Gísla Arnar er ansi veigamikil; hann er til að mynda einn af stofnendum leikhópsins Vesturport, sem sett hefur upp gríðarlega vel heppnaðar sýningar, bæði hér á landi og erlendis, við góðan orðstír.

Þá hefur hann leikið í vinsælum þáttaröðum á borð við Fangar og hinum norsku Ragnarok; hefur einnig leikið í Hollywood, og munum við vonandi sjá hann þar meira á komandi árum.

Þegar Gísli Örn var nýútskrifaður leikari, árið 2001, var hann spurður á mbl.is hvar hann hafi fengið leiklistarbakteríuna.

- Auglýsing -

Í svarinu kemur Gísli Örn inn á hugmynd sína að koma fimleikum inn á leiksviðið:

„Þetta er náttúrlega engin baktería, heldur endalaus vinna.

- Auglýsing -

Ég var að þreifa fyrir mér mjög lengi og komst aldrei að almennilegri niðurstöðu varðandi hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór.

Ég var í fimleikum í langan tíma, æfði með Ármanni og var m.a. í norska, danska og íslenska landsliðinu.

Sorglega staðreyndin við fimleika er hins vegar sú að það verður líklega aldrei hægt að lifa af þeim nema maður sé fæddur og uppalinn í Rússlandi.

Það laumaðist því stundum að mér í hvaða fagi ég gæti nýtt fimleikana áfram eftir að hafa í fimmtán ár varið fjórum til sex tímum á dag í íþróttina.

Það hvarflaði einhvern tímann að mér að líklega gæti leiklist verið leið til að brúa þetta bil.

En það varð samt ekki til þess að ég fór í fagið. Ég prófaði að vera fimleikaþjálfari, en mér fannst það ekki skemmtilegt.“

Gísli Örn hefur nóg fyrir stafni, en hann vinnur nú að fimm kvikmynda- og þáttaraðaverkefnum sem koma munu fyrir sjónir almennings á nýju ári.

Ber þar kannski hæst kvikmyndin Kill the Poet sem fjallar um ævi ljóðskáldsins Steins Steinarrs, en það er þungavigtarleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson sem leikstýrir myndinni.

Mannlíf óskar Gísla Erni innilega til lukku með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -