Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson var sviptur kandídatstitli sínum við Lagadeild Háskóla Íslands í september 2001 fyrir ritstuld. Á sama tíma var afturkölluð sú einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerðina sem hann skirifaði við deildina. Ástæðan er sú að hann notaði efni frá öðrum í ritgerðina sína, án þess að geta þess með nokkrum hætti.
Efnið sem Vilhjálmur notaði tilheyrði í raun stjórnmálafræðingnum Úlfari Haukssyni og það var einmitt sá síðarnefndi sem vakti athygli lagadeildar HÍ á stuldinum. Hvorki var vísað til skrifa Úlfars í ritgerð Vilhjálms né hennar getið í heimildaskrá þrátt fyrir að það mátti finna orðrétta kafla úr ritgerð stjórnmálafræðingsins.
Frjáls notkun
Að loknum deildarfundi var ákveðið að svipta lögmanninum titli sínum og einkunin fyrir lokaritgerðina afturkölluð. Aftur á móti fékk Vilhjálmur tækifæri til að skila inn annarri ritgerð en hann bar fyrir sig að honum hafi verið send skrif Úlfars frá þriðja aðila með þeim skilaboðum að notkun efnisins væri fjáls.
Textinn sem Vilhjálmur lögmaður nýtti sér var í raun úr ræðu Úlfars á málþingi ESB í Brussel um sjávarútvegsstefnu sambandsins. Í kvörtunarbréfi Úlfars til lagadeildarinnar sagði hann meðal annars:
„Vilhjálmi ætti því að hafa verið fullkomlega ljóst að textinn væri eftir mig og að ég hefði flutt hann opinberlega.“
Vilhjálmur Hans lögfræðingur var því sviptur kandídatstitli sínum árið 2001 fyrir ritstuld. Lagadeild Háskóla Íslands afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við deildina. Deildarfundur lagadeildar samþykkti hins vegar að heimila Vilhjálmi að skrifa nýja ritgerð við lagadeild.
Stuldur en ekki fall
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður fór með mál Vilhjálms gagnvart lagadeildinni og sagði hann stjórnsýslu HÍ einkennilega. Vilhjálmur hafi staðist öll próf að mati kennara og því hafi það verið óskiljanlegt að einkunn hans við lagadeildina hafi verið afturkölluð.
Sjálfur svaraði Vilhjálmur ásökununum á sínum tíma og vísaði þar til álits umsjónarkennara síns og prófdóma í þá veru að þátt fyrir hnökra lögmannsins að geta ekki heimilda hafi þeir talið málið ekki leiða til falls Vilhjálms við lagadeildina.
Eins og áður sagði gaf Vilhjálmur þær skýringar á ritstuldinum að hann hefði fengist send gögn frá þriðja aðila sem hafi tekið það skýrt fram að vera ekki getið sem heimildarmanns. Í þeim gögnum hafi hins vegar leynst áðurnefnd ræða Úlfars. Við skulum gefa Vilhjálmi orðið:
„Það viðhengi, eins og hin, var þó algjörlega ómerkt. Tveimur mánuðum síðar notaði ég hluta af þessu efni ásamt óðrum heimildum við gerð kandídatsritgerðar minnar í
þeirri góðu trú að Aðalsteinn væri höfundur þess. Síðar kom í ljós að hluti af þessum texta hafði áður verið birtur opinberlega. Um það var mér algjörlega ókunnugt. Þegar mér varð ljóst hvernig málum var háttað hafði ég þegar samband við Úlfar og skýrði honum frá málavöxtum. Ég bað hann afsókunar á þessum mistökum mínum og itrekaði við hann að mér hefði verið ókunnugt um uppruna efnisins.“
Svona hljóðaði samþykkt lagadeildarinnar á sínum tíma þegar ákveðið var að svipta Vilhjálm titlinum:
„Deildarfundur samþykkir, að einkunn fyrir kanídatsritgerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, er nefnist „Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið og sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og stöðu kvótakerfisins við hugsanlega aðild Íslands að ESB“, sem hann hlaut 18. maí 2000, ásamt viðurkenningu deildarinnar á að hann hafi lokið embættisprófi, sæti afturköllun frá deginum í dag að telja. Sú ákvörðun haggar ekki gildi þeirra einkunna, er hann hlaut við deildina í öðrum náms- og prófgreinum. Jafnframt samþykkir deildarfundur, að veiting lærdómstitilsins „candidatus juris“ er Lagadeildin veitti honum 24. júní 2000 að afloknu embættisprófi hans, sæti afturköllun frá sama tíma. Þá samþykkir deildarfundur fyrir sitt leyti, að heimila honum að rita kandídatsritgerð að nýju enda fullnægi hann almennum skilyrðum um skráningu og önnur atriði.“