Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stjörnunuddarinn til Mannréttindadómstóls – Sagður hafa brotið kynferðislega á fjórtán ára börnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég sætti mig ekki við að það sé brotið svona á mér. Íslenska ríkið lætur málið niður falla þrátt fyrir játningu frá geranda oftar en einu sinni. Hann hefur sent sms og Facebook skilaboð til mín og til foreldra minna þar sem hann játar að hafa brotið gegn mér,” segir kona sem hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að kæra sem hún lagði fram 2018 á Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson meðhöndlara fyrir kynferðisbrot, var felld niður af héraðssaksóknara í tvígang.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Fimm ár fyrir nauðgun

Fimmtán konur kærðu Jóhannes fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot og voru tíu þeirra látin niður falla þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Mál konunnar sem um ræðir er eitt þeirra. Ákærur voru lagðar fram í fjórum málum og í janúar síðastliðinn var Jóhannes dæmdur í fangelsi fyrir að hafa nauðgað fimm konum.

Konan sem um ræðir er frænka Jóhannesar. Hún segir Jóhannes, oftsinnis í félagsskap annarra manna, hafa brotið á sér á unglingsaldri. Í kærunni til Mannréttindadómstólsins lýsir hún ofbeldi Jóhannesar. Hún lýsir því hvernig Jóhannes og vinur hans brutu gegn henni og vinkonu hennar þegar þær voru aðeins fjórtán og fimmtán ára gamlar. Vinkonan greindi frá nauðguninni og hóf lögregla rannsókn að beiðni barnaverndarnefndar. Varð konan þá fyrir gríðarlegum þrýstingi af hendi Jóhannesar sem endaði með því að hún bar ljúgvitni af ótta við Jóhannes og var rannsókn látin niður falla.

Smárúta full af karlmönnum

- Auglýsing -

Ofbeldi Jóhannesar hélt áfram næstu árin að sögn frænkunnar. Meðal annars kallaði Jóhannes hana á sinn fund undir því yfirskini að hann vildi biðja hana afsökunar. Hitti hún hann í smárútu á Akureyri þar sem hann beið hennar á samt fjölda annarra manna. Konan fór afar illa úr út því atviki að eigin sögn.

Í gögnum heilbrigðisstarfsfólks og sálfræðinga má sjá að konan hefur glímt við margvíslega sálræna erfiðleika sem styðja frásögn hennar varðandi brotin. „Ekkert í hennar frásögn, viðbrögðum eða líðan síðustu ár bendir til þess að hún hafi verið viljugur þáttakandi í þeim atvikum sem um ræðir”.

Í samtali við Stundina lýsir konan óánægju sinni um hvernig haldið hafi verið um mál hennar hjá lögreglu og dómstólum. Jóhannes hafi ítrekað breytt vitnisburði sínum, sent henni peninga í skaðabætur og skilaboð þar sem hann gekkst við því sem hann hafði gert á hennar hlut.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -