Mánudagur 28. október, 2024
2.5 C
Reykjavik

Stjörnurnar í Roseanne þá og nú

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þættirnir um hina spaugilegu Roseanne voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC í vikunni eftir að aðalleikkona þáttanna, sjálf Roseanne Barr, tísti svívirðingum yfir Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama.

Roseanne tísti að Valerie liti út eins og afkvæmi bræðralags múslima og Apaplánetunnar. Forsvarsmenn ABC tóku þáttinn í kjölfarið af dagskrá þar sem svona orðræða samrýmdist ekki hugsjónum og gildum fyrirtækisins. Roseanne eyddi tístinu, bað Valerie afsökunar en eftir stendur að þátturinn, sem gekk í endurnýjun lífdaga í lok mars á þessu ári, verður ekki sýndur meira.

Við ákváðum að líta aðeins á stjörnur þáttanna, sem margar hverjar komu saman aftur í nýju þáttunum, en serían gekk upprunalega á árunum 1988 til 1997.

Roseanne Barr

Roseanne var aðeins 35 ára þegar hún varð aðalstjarnan og framleiðandi þáttanna. Nú er hún 65 ára og hefur sagt í viðtölum að hún hafi eingöngu ráðið sig í þáttinn til að hafa efni á fíkniefnum, áfengi og sígarettum.

John Goodman

Leikarinn góðkunni er jafnaldri Roseanne en lengi hefur verið talað um að þeim hafi ekki komið vel saman á setti. Hann lék eiginmann hennar, Dan Conner, sem lést í gömlu þáttunum en handritshöfundar náðu að skrifa sig út úr því þegar serían byrjaði aftur.

- Auglýsing -

Laurie Metcalf

Það má segja að þetta hafi verið árið hennar Laurie, en hún var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna síðast fyrir hlutverk sitt í Lady Bird. Laurie er svo sem ekki ókunnug verðlaunaathöfnum og fékk til að mynda þrenn Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á Jackie Harris, systur Roseanne.

- Auglýsing -

Sara Gilbert

Það var Sara sem fékk hugmyndina að því að blása aftur lífi í Roseanne-þættina og fékk alla saman aftur, en hún leikur Darlene, dóttur Roseanne og Dans.

Johnny Galecki

Johnny í hlutverki David Healy, gaursins sem giftist og barnaði Darlene, lék bara í einum þætti af nýju Roseanne-þáttunum þar sem hann er, eins og margir vita, ein af aðalstjörnunum í grínþættinum Big Bang Theory.

Michael Fishman

Michael landaði hlutverki D.J. Conner aðeins sex ára gamall og fékk meðal annars Young Artist-verðlaunin árið 1995, þá fjórtán ára, fyrir bestu frammistöðu ungs leikara í gamanþáttaseríu.

Lecy Goranson

Lecy lék Becky Conner í fyrstu fimm seríunum af Roseanne. Eftir það fór hún í skóla og tók Sarah Chalke við henni í seríum 6 og 7. Lecy sneri stuttlega aftur í seríu átta en þurfti aftur frá að hverfa og þá tók Sarah við aftur.

Sarah Chalke

Sarah var ávallt kölluð Becky númer 2 en handritshöfundar leystu það þannig í nýju þáttunum að Sarah léki konu sem væri að biðja Becky um að vera staðgöngumóðir sín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -