Tollgæslan stöðvaði Austurríkismann í Leifsstöð í byrjun nóvember, sá reyndist hafa um það bil 600 grömm af kókaíni í pakkningum innvortis.
Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að rannskón málsins en er hún sögð umfangsmikil.
Efnið sem maðurinn hafði falið innvortis var í 92 pakkningum en er aðferðin lífshættuleg ef pakkningar bresta.
Hafði maðurinn ferðast áður til landsins. Grunur leikur nú á um að fyrri ferðir hans hafi verið í sama tilgangi, til þess að smygla eiturlyfjum inn í landið.
Fjallaði Vísir um málið. Kemur þar fram að verðmæti kókaínsins sem reynt var að smygla sé rúmlega 50 milljón króna virði.