- Auglýsing -
Lögreglan á Vestfjörðum stóð í ströngu í gær og framkvæmdi húsleit á Tálknafirði vegna gruns um ræktun á kannabisefnum.
Var grunurinn á rökum reistur og stöðvaði lögreglan kannabisræktunina sem þar fór fram.
Kemur fram að búnaður og uppskera ræktunar voru haldlögð; einn aðili var handtekinn vegna málsins, en honum var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu.
Rannsókn málsins er á frumstigi og telur lögreglan ekki tímabært að tilgreina umfang efna og máls að svo stöddu.