Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Fréttablaðsins, spáir blaðinu ekki langra lífdaga eftir að hrun hefur orðið í lestri þess undir ritstjórn Jóns Þórissonar. Gunnar Smári setti fram þennan spádóm í viðtali á hlaðavarpi Sölva Tryggvasonar þegar hann rifjaði upp stofnun blaðsins og aðkomu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns að rekstrinum. Svo fellur dómurinn.
„Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40% á höfuðborgarsvæðinu.“
Torg, útgefandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar er að glíma við mikið rekstrartap sem auðmaðurinn og aðaleigandinn Helgi Magnússon þarf að standa undir Nýverið lokaði útgáfan rótgrónum prentmiðli DV og glímir við önnur og stærri vandamál eins og Gunnar Smári bendir á …