Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

„Stolna málverkið“ kom fljótt í leitirnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listmálarinn Tolli Morthens taldi að málverki eftir sig hefði verið stolið.

„Málverki stolið.“ Svona hefst færsla sem listamaðurinn Tolli Morthens setti inn á Facebook fyrr í dag. Þar auglýsti hann eftir stolnu málverki sem hafði horfið af sýningu hans í Vestmannaeyjum. „Þetta er leiðinlegt því verkið var selt,“ skrifaði Tolli meðal annars og bætti við að þjófurinn gæti hringt í sig ef hann vildi skila verkinu og lofaði að það yrðu engir eftirmálar.

Stuttu eftir að færslan var sett inn var henni eytt. Tolli eyddi færslunni þegar í ljós kom að um misskilning var að ræða því kaupandi verksins hafði einfaldlega sótt verkið á sýninguna. Ráðgátan leystist því fjótt.

„…löggan komin í málið og sefndi í ves en við eftirgrenslan kom í ljós að eigandin sem hafði keypt myndina hafði haldið að showið væri búið og kom bara og náði í verkið og tók það með sér heim sem mér finnst bara falleg saga sem endaði vel,“ skrifar Tolli í nýja færslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -