Um 38.000 manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista þar sem farið er fram á að skyndibitakeðjan McDonalds bjóði áfram upp á plaströr.
Forsvarsmenn McDonalds í Bretlandi og Írlandi ákváðu nýverið að skipta drykkjarrörum úr plasti út fyrir pappírsrör vegna pressu frá viðskiptavinum en ekki eru allir á eitt sáttir.
Mikil óánægja ríkir meðal stórs hóps viðskiptavina McDonalds vegna pappírsröranna sem boðið er upp á núna. Margt fólk vill meina að pappírsrörin leysist upp í drykkjunum.
Í frétt BBC kemur fram að McDonalds í Bretlandi noti 1,8 milljón rör hvern dag. Þetta er gríðarlegt magn og í ljósi þess sé sérstaklega mikilvægt að skipta plastinu út fyrir umhverfisvænni kost.
Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum síðan pappírsrörin voru tekin í notkun hjá keðjunni. Sumir eru óánægðir á meðan aðrir hrósa fyrirtækinu fyrir að taka skref í rétta átt.
It's now impossible to drink a McDonalds milkshake through one of their new paper straws…….. #SOGGY
— Edgie (@Edg1e) April 24, 2019
Seriously @McDonaldsUK I'm all up for saving the turtles but who passed these straws as suitable for your milkshakes?? Falling to bits before we've even seen any dairy. Poor show. pic.twitter.com/oCn17bziD0
— Chris Mills (@Millsybaby) April 19, 2019
https://twitter.com/meganmudiex/status/1120060323329990665
Yo @McDonaldsUK how I meant to drink my milkshake outta this lmao. Stop with the paper straws… pic.twitter.com/qKsH3cJ8hB
— Joe Gomez (@joegmez) April 21, 2019