Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Stór jarðskjálfti við Heklu – 5,2 á stærð: Fólk fann fyrir honum á höfuðborgarsvæðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snarpur jarðskjálfti nálægt fjallinu fræga, Heklu, varð rétt fyrir klukkan hálf tvö í dag.

Fannst hann greinilega í Grímsnesi en einnig fannst hann á Hellu, í uppsveitum Árnessýslu og Selfossi, svo eitthvað sé nefnt.

Þá fundu einhverjir skjálftann á Höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt Rúv virðist skjálftinn hafa átt upptök sín í nálægð við Heklu, sunnan Vatnafjalla.

Í viðtalið við Rúv segir Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veður stofu Íslands að skjálftahrina hafi byrjað rétt fyrir hádegi.

Margir eftirskjálftar hafa fundist eftir þann sem varð klukkan hálf tvö.

- Auglýsing -

Segir Einar Bessi að við fyrstu mælingar megi sjá að hann hafi verið um 5,2 að stærð.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -