Snarpur jarðskjálfti nálægt fjallinu fræga, Heklu, varð rétt fyrir klukkan hálf tvö í dag.
Fannst hann greinilega í Grímsnesi en einnig fannst hann á Hellu, í uppsveitum Árnessýslu og Selfossi, svo eitthvað sé nefnt.
Þá fundu einhverjir skjálftann á Höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt Rúv virðist skjálftinn hafa átt upptök sín í nálægð við Heklu, sunnan Vatnafjalla.
Í viðtalið við Rúv segir Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veður stofu Íslands að skjálftahrina hafi byrjað rétt fyrir hádegi.
Margir eftirskjálftar hafa fundist eftir þann sem varð klukkan hálf tvö.
Segir Einar Bessi að við fyrstu mælingar megi sjá að hann hafi verið um 5,2 að stærð.